fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Bashar al-Assad rýfur þögnina og segir Rússa hafa skipað honum að fara

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2024 14:04

Bashar al-Assad og Vladimír Pútín eru mestu mátar. Mynd: Pixabay(Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur loks tjáð sig um atburðina sem leiddu til þess að hann ákvað í skyndi að yfirgefa Sýrland og leita hælis í Rússlandi.

Uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham náði völdum í Sýrlandi og ákvað Assad að flýja land sunnudaginn 8. desember. Óhætt er að segja að brotthvarf hans marki þáttaskil í sögu Sýrlands þar sem Assad-fjölskyldan hefur verið við völd frá árinu 1970.

Assad birti yfirlýsingu á Telegram-síðu sinni í dag þar sem hann segist aldrei hafa ætlað sér að flýja land eða segja af sér sem forseti landsins. Hann hafi dvalið í höfuðborginni Damaskus allt þar til á síðustu stundu.

„Ekki á neinum tímapunkti var markmiðið að stíga til hliðar eða leita skjóls í öðru landi. Eina markmiðið var að halda baráttunni áfram gegn hryðjuverkamönnunum,“ segir hann.

Assad segist hafa yfirgefið forsetahöllina að morgni sunnudagsins 8. desember og haldið til Hmeimim-herstöðvar Rússa skammt frá borginni Latakia. Á þessum tímapunkti var ljóst, að sögn Assads, að uppreisnarmenn væru við það að ná völdum í Damaskus.

Hann segir að þegar árásir voru gerðar á Hmeimim-herstöð Rússa hafi yfirvöld í Moskvu skipað honum að yfirgefa svæðið og þar með Sýrland.

Í yfirlýsingu sinni málaði Assad sig upp sem traustan leiðtoga og fjölskyldumann sem ávallt hefði haft hagsmuni sýrlensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki er víst að allir taki undir þetta enda hefur Assad haft orð á sér að hafa verið einn alræmdasti einræðisherra heims meðan hann ríkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti