fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Fókus
Fimmtudaginn 12. desember 2024 16:30

Gunnar Smári Egilsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður og forystumaður í Sósíalistaflokknum greinir frá því á Facebook að hann hafi aðeins einu sinni á ævinni eldað hamborgarhrygg en hann vill meina að ekki sé hægt að nálgast hrygg af glaðari grísum.

Vísar Gunnar Smári til umræðu sem m.a. hefur heyrst frá Samtökum um dýravelferð sem hafa hvatt fólk til að fá sér ekki hamborgarhrygg um jólin vegna slæmrar meðferðar á svínum í svínabúskap hér á landi

„Enginn á að vera hryggur um jólin“

„Ég hef bara einu sinni eldað hamborgarhrygg, sem fólk er að hvetja okkur til að sniðganga nú um jólin vegna illrar meðferðar á svínum í verksmiðjubúum. Því miður er líklega ekki hægt að nálgast hrygg af glaðari grísum.“

Sérvitringur

Gunnar Smári segir síðan frá sérvitringi sem hann hafi keypt mat af en það er ekki fyllilega skýrt hvort hamborgarhryggurinn sem hann eldaði hafi komið þaðan:

„Mathieu Wirk Zevenhuizen, sem var vert í Hreðavatnsskála um skeið, vildi rækta svín bak við skálann, fóðra þau á afgöngum eins og gert hefur verið í vertshúsum öldum saman og selja gestum svo kjötið. En honum var meinað þetta dýrahald, byggt á hefðum sem ná aftur fyrir ritmál. Ég veit ekki hvað varð um Mathieu, ég stoppaði alltaf hjá honum og fékk mat ættaðan frá Þýskalandi og Sviss og sætti mig við Pink Floyd úr hátölurunum, eins og ég gerði þegar ég var unglingur lokaður inn í drengjaherbergjum í Vogahverfinu. Mathieu var sérvitringur eins og svo margir sem fá Ísland á heilann. Við mættum njóta þess meira að þetta er land byggt af sérvitringum, hætta að láta sem við séum venjulegt fólk sem fellur inn í stærri samfélög.“

Gunnar Smári lýsir síðan ítarlega hvernig hann eldaði hrygginn og beitir við það litskrúðugum myndlíkingum en skrifar að lokum:

„Það var maður í mat hjá mér sem var alinn upp við að borða hamborgarhrygg á aðfangadag. Hann sagði að þetta væri besti hamborgarhryggur sem hann hefði smakkað, en lét mig lofa því að segja mömmu sinni ekki frá því. Ef þið eruð enn að lesa, rennur upp fyrir ykkur að ég hef gabbað ykkur til að lesa grobb yfir gömlum töktum í eldhúsinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli