fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Tveir menn ákærðir fyrir að misþyrma einum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. desember 2024 20:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir líkamsárás á einn.

Árásin var framin þann 2. júlí árið 2023, utandyra í Reykjavík. Annar maðurinn er ákærður fyrir að hafa slegið brotaþola með glerflösku í höfuðið með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á vinstra gagnauga og höku.

Hinn maðurinn er sakaður um að hafa sparkað í og slegið í andlit brotaþolans með þeim afleiðningum að hann hlaut sprungna vör og tapaði framtönn í efri gómi.

Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Ekki er minnst á miskabótakröfu í ákærunni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 10. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni