fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Fókus

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Fókus
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 11:26

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón voru að rölta um miðbæ Reykjavíkur síðustu helgi. Þau fóru á kaffihús og fengu sér sitthvorn kaffibollann og kökusneiðina en fengu síðan áfall þegar kom að því að borga reikninginn.

Samtals kostaði þetta 5.960 krónur.

Konan birti mynd af reikningnum í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

Skjáskot/Facebook

„Við fórum inn á stað í miðbæ. Fengum okkur tvo kaffi, tvær druslu kökur, þær einu sem voru í boði. Við fengum nett áfall þegar er við borguðum reikning en hann var upp á tæpar 6000 krónur,“ segir hún og bætir við:

„Þetta er ekki í lagi hér heima.“

„Dýrt að leyfa sér í dag á Íslandi“

Netverjar hafa skrifað við færsluna og taka margir undir að þetta sé dýrt, en það sé ekki endilega við kaffihúsið að sakast.

„Sammála, dýrt úr vasa. EN ekki kannski til þeirra. Hráefni, þjónn, rafmagn og fleira sem þetta þarf að standa undir. Það er bara dýrt að leyfa sér í dag á Íslandi, því miður,“ segir einn.

„Það er bilun að tvær kökusneiðar kosti næstum fjögur þúsund krónur,“ segir annar.

Ein kona bendir á Kastalakaffi, sem er kaffihús til styrktar Rauða krossinum.

„Við fórum tvö á sunnudaginn á Kastalakaffi, eins og stundum. Keyptum tvo bolla (þeir voru stórir) af heitu súkkulaði með rjóma og tvær stórar tertusneiðar, rjómi var valkostur. Þetta kostaði 3.670 kr ef ég man rétt. Mæli með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay fékk krabbamein

Gordon Ramsay fékk krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár

Aðdáendur konungsfjölskyldunnar kætast – Karl og Harry ætla að hittast í fyrsta sinn í tæp tvö ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap

Upplifði ofsóknaræði eftir svakalegt þyngdartap
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emma Stone óþekkjanleg sköllótt

Emma Stone óþekkjanleg sköllótt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum