fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Kona sem féll í á við Stuðlagil fannst látin

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 9. október 2024 16:37

Stuðlagil. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir á Austurlandi hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um að einstaklingur hafi falið í ánna Jöklu við Stuðlagil.

RÚV greindi fyrst frá.

Tilkynning um málið barst klukkan hálf þrjú í dag. Víðtæk leit er hafin. Hérað, Jökull og fleiri björgunarsveitir á Austurlandi eru að störfum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað frá Reykjavík klukkan 15:15 og á að lenda um einum og hálfum tíma seinna. Önnur þyrla er einnig á leiðinni með kafara frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt tilkynningu Lögreglunnar á Eskifirði sást einstaklingur fljóta í ánni en hvarf svo sjónum. „Viðbragðsaðilar voru strax kallaðir til leitar, lögregla og björgunarsveitir auk þyrlu landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar en ekki verði frekari upplýsingar veittar að svo stöddu.

Uppfært:

Erlend kona á fertugsaldri, ferðamaður, fannst látin við ánna skömmu fyrir klukkan 17. Lögreglan á Austurlandi greinir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum

Umdeilt 200 milljóna króna listaverk á að rísa í Vestmannaeyjum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“

Engar eignir fundust í gjaldþrota félagi Gumma kíró – „Þetta er heil­mik­ill lær­dóm­ur“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“

Marjorie Taylor Green gagnrýnir Trump harðlega – „Ég er pirruð“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið

„Útlínur sigurs okkar eru nú þegar augljósar“ segir ráðgjafi Pútíns – En vikan verður Rússum erfið