fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Hryðjuverk í Kákasus sýnir veikleika Rússa á svæðinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 5. júlí 2024 07:00

Frá hryðuverkunum í Dagestan. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur mánuðum eftir að hryðjuverkamenn létu til skara skríða í tónleikasal í Moskvu og myrtu fjölda fólks, létu hryðjuverkamenn til skara skríða á nýjan leik, nú í Derbent og Makhatjkala, sem eru afskekktir bæir í Dagestan, sem er fátækt ríki í norðurhluta Kákasus. Árásirnar hafa nú þegar haft mjög neikvæð pólitísk áhrif fyrir ráðamenn í Kreml og gætu áhrifin orðið enn meiri.

Enn er margt óljóst varðandi árásirnar en þó er vitað að hópur vopnaðra Íslamista réðst á kirkju og bænahús gyðinga í bæjunum tveimur. Að minnsta kosti 15 létust, aðallega lögreglumenn en prestur var einnig á meðal hinna föllnu.

Talið er að hryðjuverkamennirnir hafi verið ungir menn frá svæðinu en það hefur lengi verið heimavöllur öfgahyggju og öðru hvoru hefur komið til vopnaðra átaka þar. Dagestan var meðal annars arnarhreiður téténíska stríðsins sem braust út 1999.

Fyrr í mánuðinum tóku Íslamistar, sem eru taldir tengjast hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið, gísla í fangelsi í Rostov í suðurhluta Rússlands. Rússneskir sérsveitarmenn felldu alla sex gíslatökumennina.

Kremlverjar hafa áhyggjur af atburðunum í Kákasus enda var þetta stærsta hryðjuverkaárásin þar síðustu 10 ár.

Ástæðan fyrir aukinni spennu og hættu á svæðinu er líklega að mikill munur er á milli héraða í Rússlandi og Moskvuvaldið á í sífellt meiri vandræðum með að halda uppi lögum og reglu í fjarlægum hlutum landsins.

Norðurhluti Kákasus er sérstaklega mikill höfuðverkur fyrir Moskvustjórnina því atvinnuleysið í héraðinu er gríðarlega mikið og samfélagsleg mótmæli hafa yfirleitt trúarlegt yfirbragð. Vaxandi merki hafa verið að undanförnu um aukna öfgahyggju meðal íbúanna.

Talið er að mörg þúsund menn frá Dagestan hafi barist með öfgamönnum í stríðinu í Sýrlandi. Sumir þeirra komust heim aftur og eru nú áróðursmeistarar hryðjuverkasamtaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Í gær

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“

Segir Trump nánast vera kominn á „norðurkóreskt stig“
Fréttir
Í gær

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“
Fréttir
Í gær

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Í gær

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“

Jón leggur til róttæka breytingu á frídögum – „Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“

Þorvaldur Lúðvík íhugar réttarstöðu sína eftir Kastljósið í gær – „Ég hefði engu breytt eða gert öðruvísi“