fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Pútín segir Evrópu varnarlausa gegn árás Rússa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2024 07:00

Var reynt að drepa Pútín? Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa getur ekki varið sig gegn hugsanlegri árás Rússa því ríki álfunnar eru meira og minna varnarlaus. Þetta sagði Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, á föstudaginn þegar hann tók þátt í pallborðsumræðum í Sankti Pétursborg í tengslum við efnahagsráðstefnu sem fór fram þar.

„Evrópa ræður ekki yfir aðvörunarkerfi, sem varar snemma við. Á þann hátt er álfan meira eða minna varnarlaus,“ sagði Pútín að sögn BBC.

Ekki liggur fyrir á grunni hvaða upplýsinga Pútín setti þessi ummæli fram.

Hann sagði einnig að Rússland ráði yfir mun fleiri taktískum kjarnorkusprengjum en Evrópuríkin, meira að segja ef Bandaríkin ákveða að flytja fleiri kjarnorkuvopn til Evrópu.

Taktískar kjarnorkusprengjur eru litlar sprengjur sem eru ætlaðar til notkunar á vígvellinum. Slíkar sprengjur hafa aldrei verið notaðar í stríði.

Samkvæmt rússneskum hernaðaráætlunum þá verður beiting kjarnorkuvopna íhuguð ef ráðist er á landið með kjarnorkuvopnum eða öðrum álíka hættulegum vopnum eða ef landið á í hefðbundnum stríðsátökum þar sem tilvist þess er ógnað.

Fyrr í vikunni sagði Pútín að Rússland hafi ekki í hyggju að ráðast á NATÓ-ríki. Það sagði hann á fréttamannafundi fyrir vestræna fréttamenn, þann fyrsta síðan Rússar réðust inn í Úkraínu.

„Hverjum datt þetta í hug? Eruð þið orðnir klikkaðir? Eruð þið jafn heimskir og þetta borð? Þvílíkt bull,“ sagði Pútín þegar hann var spurður hvort slík árás væri hugsanleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“