fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Breki útskýrir hvað gerist næst í stóra vaxtamálinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segist þakklátur fyrir þann stuðning sem hann hefur fundið fyrir í vaxtamálinu svokallaða sem fjallað var um í gær.

EFTA-dómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslenskum bönkum sé óheimilt að breyta vöxtum á lánum með breytilegum vöxtum á grundvelli þeirra lánaskilmála sem koma fram í skuldabréfum sem bankarnir hafa látið lántakendur undirrita.

Var dómstóllinn að svara fyrirspurnum frá Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness vegna dómsmála sem lántakendur reka gegn Landsbankanum og Íslandsbanka.

Sjá einnig: EFTA dómstóllinn:Bönkunum óheimilt að hækka vexti fasteignalána – skulda neytendum tugi milljarða

Samkvæmt upplýsingum frá Neytendasamtökunum eru hér undir íbúðalán upp á 2.700 milljarða. Samtökunum reiknast lauslega til að þessi niðurstaða EFTA dómstólsins þýði að varlega áætlað skuldi bankarnir íslenskum neytendum 50-90 milljarða.

Í færslu á Facebook-síðu sinni í dag segir Breki að helsta spurningin sem hann hefur fengið í dag snúi að því hvað gerist næst. Segir Breki að málin muni fara sinn veg í gegnum íslenska dómskerfið sem nú hefur álit EFTA-dómstólsins til hliðsjónar.

„Það mun taka tíma. En málin sex sem við ákváðum að fara með fyrir dómstóla gegn bönkunum þremur, teljum við hafa ágætis fordæmisgildi fyrir lán annarra lánveitenda, þar með talið flestra lífeyrissjóða,“ segir Breki sem tekur þó fram í sumir þeirra geri þetta rétt.

Hann segir að íslenskir dómstólar þurfi líka að taka afstöðu til þess hvað tekur við ef þeir ógilda skilmálana. Hvort það séu upphaflegu vextir lánsins, alls engir vextir, Seðlabankavextir, eða eitthvað annað.

„Það er stórt atriði að lántakar verji sig gegn því að kröfur þeirra á hendur lánveitendum fyrnist. Hafi lántaki greitt upp lán fyrir meira en fjórum árum eru kröfur að líkindum fyrndar, en séu minna en fjögur ár frá uppgreiðslu láns þarf að taka skref til að slíta fyrningu,“ segir Breki sem vísar á vefsíðuna Vaxtamáliðpunkturis þar sem finna má frekari upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann

Landsréttur dæmir litháískan stjórnmálamann til skilorðsbundinnar fangelsisvistar – Í slagtogi við þekktan síbrotamann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“

María Sigrún ósátt við ummæli Dags: „Ég sé mig tilneydda til að bera hönd fyrir höfuð mér“
Fréttir
Í gær

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir

Enn einn snúningurinn í húsnæðismálum Félags eldri borgara í Hafnarfirði – Ætla ekki að gefa Flatahraunið eftir
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði

Gagnrýnir Kristrúnu fyrir skýrslu sem Katrín pantaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“

Vilhjálmur segir útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar ískyggilegt – „Eitthvað verður að breytast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt