fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

433
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttamaðurinn, Valtýr Björn Valtýsson biður Viðar Örn Kjartansson framherja KA afsökunar á því að hafa farið út með frétt í þætti sínum þar sem því var haldið fram að KA væri að rifta samningi sínum við Viðar.

Valtýr baðst afsökunar í þætti sínum Mín skoðun sem kom út um helgina. Í þættinum á undan höfðu Valtýr og þeir sem eru með honum í þættinum sagt að búið væri að rifta samningi Viðars hjá KA.

Valtýr er miður sín yfir því að hafa farið út með slíka frétt sem ekki reyndist fótur fyrir. Viðar samdi við KA um páskana og hefur komið inn sem varamaður í fyrstu leikjum Bestu deildarinnar.

„Ég ætla að byrja þáttinn á því að koma með afsökunarbeiðni, innilega afsökunarbeiðni til Viðars Arnars Kjartanssonar. Ég sagði í síðasta þætti ýmislegt um hann, riftun og fleiri hluti,“ sagði Valtýr í upphafi þáttarins að þessu sinni.

Valtýr segist hafa treyst heimildarmanni sínum fyrir þessu en fengið síðar staðfest að þetta væri tóm vitleysa.

„Þetta er algjörlega ósatt, sá heimildarmaður sem ég hélt að væri í lagi hjá mér var það ekki. Annar heimildarmaður sem er pottþéttur sagði mér að þetta væri algjört kjaftæði, þetta er algjört kjaftæði.“

„Ég vil biðja Viðar innilega afsökunar og ég vona að hann taki við þessari afsökunarbeiðni. Þetta var tóm vitleysa.“

Valtýr ítrekað að allt sem sagt var í þættinum um Viðar og ástæður þess að KA hefði átt að hafa rift samningi hans væri ekki satt „Heimildirnar voru ekki réttar og ekki góðar. Þetta er algjört rugl, við biðjumst afsökunar á öllu því sem við sögðum.“

Viðar Örn er 34 ára gamall framherji sem samdi við KA eftir tíu ára feril í atvinnumennsku þar sem hann raðaði inn mörkum en KA-menn vonast eftir því að hann finni sitt form á allra næstu vikum eftir dapurt gengi í upphafi Bestu deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims

Snjókoman á Íslandi í gær ratar í stærstu fjölmiðla heims
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð

Íslensku strákarnir enn í möguleika eftir frábæra umferð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af

Segja jólin í ár ónýt eftir að þessi áratuga gamla hefð var slegin af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann

Tvö ensk félög með Greenwood á blaði – Átta sig á fjaðrafokinu sem fylgir því að fá hann
433Sport
Í gær

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu
433Sport
Í gær

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur

Óskar Smári hættur – Segir metnað sinn og félagsins ekki haldast í hendur