fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Börn og ungmenni áberandi í dagbók lögreglu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2024 06:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglu yfir þau verkefni sem bar helst á góma. Athygli vekur að börn og ungmenni komu við sögu í nokkrum málum.

Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 108 í gærkvöldi. Tveir árásaraðilar voru handteknir á staðnum og sleppt að lokinni skýrslutöku. Þeir eru báðir undir lögaldri og málið því unnið í samráði við forráðamenn og barnavernd.

Lögregla fékk svo tilkynningu um barn að aka stolinni bifreið í hverfi 109. Málið er unnið í samstarfi við forráðamenn og barnavernd, að því er segir í skeyti lögreglu.

Tilkynnt var í tvígang um unglinga að skemma hluti í og við Mjóddina í gærkvöldi. Ungmennin voru farin af vettvangi þegar lögreglu bar að garði í bæði skiptin.

Loks var tilkynnt um ölvaða unglinga í hverfi 112. Málið er unnið í samstarfi við forráðamenn og barnavernd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“