fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024
Fókus

Segir að þess vegna séu svona margir karlmenn lélegir í rúminu

Fókus
Föstudaginn 15. mars 2024 12:20

Jana Hocking.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnumótasérfræðingurinn og pistlahöfundurinn Jana Hocking segir allt of marga karlmenn vera lélega í rúminu og ástæðan sé sáraeinföld. Hún kennir Hugh Hefner, Playboy og klámbransanum um.

Crystal Hefner, ekkja Hugh Hefner, greindi frá því nýverið að Playboy-stofnandinn hafi ekki verið góður elskhugi. Hún sagði að hann hafi ekki haft áhuga að fullnægja kærustum sínum og vildi bara klára sig sjálfan. Hún sagði að hann hafi varla verið á staðnum andlega á meðan kynlífinu stóð.

„Honum var alveg sama um hvað konum fannst gott eða langaði, eða hvernig fullnægja ætti konu,“ segir hún.

Sjá einnig: Ekkja Hugh Hefner afhjúpar leyndarmál hans og mjög nákvæma kynlífsrútínu

Crystal og Hugh Hefner.

Jana Hocking rifjar upp opinberun Crystal Hefner og segir að þessar fréttir hafi ekki komið henni á óvart.

„Sem kona hef ég aldrei tengt jafn mikið við eitthvað. Bara í síðustu viku vorum við vinkonurnar að tala um núverandi ástand okkar í svefnherberginu, og það er slæmt,“ segir hún.

„Vinkona mín sagði mér frá síðasta gæja sem hún svaf hjá, hún kvartaði yfir því að hann klifraði upp á hana, rumdi nokkrum sinnum og var búinn örfáum sekúndum síðar. Ég meina, síðasti gaur sem ég var að deita hélt að forleikur væri hugtak úr golfi.

Ég kenni Hugh Hefner um, og Playboy. Og klámi. Af hverju? Því það er hrikalega augljóst að karlmenn eru að horfa á allt of karlægt klám og halda að konur eru einhvers konar uppblásnar kynlífsdúkkur með „on/off“ takka.

Nýjar rannsóknir sýna að auðveldara aðgengi að klámi (takk internet) hefur leitt til þess að fleiri og fleiri glíma við klámfíkn. Það hefur einnig komið í ljós að menn með klámfíkn eiga erfiðara með að fá fullnægingu, eða fá það of snemma, eiga erfitt með að halda reisn og jafnvel eiga erfitt með að tengjast maka sínum tilfinningalega.“

Jana Hocking.

Jana tekur það fram að hún er ekki að segja að fólk eigi aldrei að horfa á klám. „En þegar þetta er að hafa áhrif á kynlífið þitt í raunveruleikanum og þegar konur eru byrjaðar að ræða það opinberlega við vinkonur sínar, þá er þetta vandamál,“ segir hún.

„Í nafni vísindanna ákvað ég að rannsaka þetta sjálf og skoðaði vinsælustu klámmyndböndin á vinsælli klámsíðu. Vá. Í hverju einasta myndbandi var kona niðurlægð á einhvern hátt, ég get ekki lýst því sem átti sér stað í myndböndum hérna en það er óhætt að segja að þarfir kvennanna voru ekki í forgangi. Ég þurfti að skrolla langt niður síðuna til að finna myndband þar sem kynlífið virtist allavega eitthvað smá gott fyrir konuna.“

Jana tekur það einnig fram að hún er ekki að tala um alla karlmenn. „Sumir fyrrverandi kærastar mínir hafa verið frábærir […] en úff, sumir gaurar þurfa að taka sig á.“

Fjögur góð ráð

Hún gefur karlmönnum sem vilja bæta sig í rúminu nokkur góð ráð.

  • Hægðu á þér, þú manst hver bar sigur úr býtum; skjaldbakan eða hérinn.
  • Spjallaðu, talið saman um fantasíur ykkar og hvað kveikir í ykkur.
  • Bland í poka, að vera allan tímann í sömu stellingunni getur orðið leiðinlegt, breyttu aðeins til. Prófaðu að setja kodda undir afturendann eða jafnvel prófa kynlífstæki. Fjölbreytni er kryddið sem við þurfum.
  • Áttaðu þig á því að fullnæging konu byrjar í hausnum hennar.

Sjá einnig: Segir 98 prósent karlmanna elska það þegar konur gera þetta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic

Gagnrýnir „heilbrigða og fullkomna“ einstaklinga fyrir að misnota Ozempic
Fókus
Í gær

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“

„Þetta er mögulega ósmekklegasta og ógeðslegasta hugmynd þessa forsetaframboðs“
Fókus
Í gær

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði

Fyllti á framboðsfataskápinn á grænum markaði
Fókus
Í gær

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“

Keppendur reiðir og í áfalli eftir allt Júró-dramað – „Ég gerði mitt besta í þessum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“

Þórhildur kynntist kærastanum þegar hún var á Spáni með eiginmanninum – „Ég man eftir nokkrum notalegum augnablikum á ströndinni“