fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Ekki enn fengið endurgreitt fjórum árum eftir að hafa afpantað bílaleigubílinn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 17:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert íslenskri bílaleigu til að endurgreiða erlendum ferðamanni 4.367 Bandaríkjadali, eða 608 þúsund krónur á núverandi gengi.

Sá sem kærði pantaði umræddan bílaleigubíl þann 2. febrúar 2020 og átti bíllinn að leigjast frá 30. júlí til 13. ágúst. Greiddi kærandinn umrædda 4.367 dollara þá þegar fyrir leiguna.

Það var svo um einum og hálfum mánuði síðar, eða þann 16. mars 2020, að kærði tilkynnti um afpöntun sína á bílnum vegna útbreiðslu Covid-19 sjúkdómsins. Staðfesti bílaleigan móttöku afpöntunar með tölvupósti síðar sama dag og bauð viðkomandi endurgreiðslu að fullu eða inneign til notkunar síðar.

Sá sem kærði óskaði eftir að fá endurgreitt og svaraði bílaleigan um hæl að það færi í ferli sem gæti tekið allt að einn mánuð. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar sem féll 5. febrúar síðastliðinn hefur endurgreiðslan ekki enn skilað sér.

Bent er á það að í bókunarstaðfestingu sem barst viðskiptavininum komi eftirfarandi fram:

„Free cancellation (until 48 hours)“. Í sama skjali var að finna hlekk inn á skilmála bílaleigunnar þar sem ákvæði afpöntunar voru svohljóðandi:

„If you cancel up to 2 days (48 hours) prior to pick up, you get full refund (100% refund).
If you cancel less than 48 hours before pick up you will not get a refund (0% refund).
No shows are not refunded (0% refund).
If you pick up the car, but decide to drop off early, we do not refund the unused, or partly used rental day(s).“

Í niðurstöðu nefndarinnar segir að meginregla samningaréttar sé sú að gerða samninga beri að halda.

„Framangreint ákvæði í skilmálum varnaraðila er skýrt og er sett fram án nokkurs fyrirvara um endurgreiðslur þegar skilyrðið um tímamörk afbókunar eru uppfyllt. Sóknaraðili afpantaði leiguna þegar rúmlega fjórir mánuðir voru þar til leigutíminn átti að hefjast og voru skilyrði til endurgreiðslu uppfyllt. Er því fallist á kröfu sóknaraðila um endurgreiðslu í samræmi við skilmála varnaraðila. Varnaraðila ber að endurgreiða sóknaraðila alls 4.367 USD.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK