fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Lögreglan varar við þessu stórhættulega athæfi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 14:03

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til foreldra og forráðamanna að brýna fyrir börnum sínum þá miklu hættu sem skapast af stórhættulegu háttalagi, að kasta klaka (sem og öðru í farartæki á ferð).

Í færslu á Facebook-síðu LRH segir: Síðastliðinn sunnudag um kl. 17.20 var stórum klaka kastað af göngubrú yfir Miklubraut í Reykjavík og lenti hann á framrúðu bifreiðar, sem var ekið Miklubraut til austurs á móts við Rauðagerði. Varla þarf að taka fram að hér er um stórhættulegt athæfi að ræða enda geta ökumenn hæglega misst stjórnina við slíkt og þá með ófyrirséðum afleiðingum. 

Þrír strákar, mögulega á aldrinum 9-11 ára, voru á brúnni þegar þetta gerðist og sagði ökumaðurinn þá hafa kastað klakanum. Framrúðan var ónýt eftir þetta og þurfti að skipta henni út fyrir nýja með tilheyrandi kostnaði fyrir ökumanninn, sem var illa brugðið eftir uppákomuna.

Lögreglan biður þau sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is Hér er til dæmis átt við upptökur úr myndavélum bifreiða sem var ekið þarna um á sama tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos