Raphael Varane gæti óvænt verið á leið aftur til Real Madrid í janúar og mun þá kveðja Manchester United.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Christian Falk en Varane er ekki fyrsti maður á blað hjá Erik ten Hag, stjóra Man Utd.
Varane gerði garðinn frægan sem miðvörður Real og eftir flotta byrjun í Manchester hefur ferill hans verið á töluverðri niðurleið.
David Alaba meiddist nýlega og verður frá út tímabilið og er Real nú að leita að hans arftaka fyrir komandi verkefni.
Real ku hafa mikinn áhuga á að fá Varane aftur í sínar raðir en hann gekk í raðir Man Utd árið 2021 fyrir 40 milljónir punda.