Sigurður Hlöðversson, Siggi Hlö, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það var greint frá því í vikunni að Albert Guðmundsson kæmi ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ þar sem rannsókn stendur yfir á meintu broti hans.
„Þetta hefur mikið verið í umræðunni og þykir umdeilt. Á að taka mál utan vallar með í myndina í svona?“ spurði Helgi í þættinum.
Hrafnkell tók til máls.
„Sérsambönd og lið úti í heimi verða að velja þetta. Sum lið úti í heimi leyfa mönnum að spila sem eru í þessu ferli og önnur ekki.
Félög og sérsambönd verða bara að taka ákvörðun um þetta og standa og falla með henni,“ sagði Hrafnkell beittur.
Umræðan í heild er í spilaranum.