fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Loksins kom yfirlýsingin frá Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 22. desember 2023 12:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það kemur fram að félagið ætli sér ekki að taka þátt í Ofurdeildinni sem er aftur mætt á kortið. Nú hafa öll „stóru sex“ félögin á Englandi greint frá þessari afstöðu sinni.

Dómstóll í Evrópu úrskurðaði í gær að FIFA og UEFA hafi brotið lög og reglur um samkeppni þegar þeir brugðust við Ofurdeildinni árið 2021 og að samböndin mættu lagalega séð ekki koma í veg fyrir stofnun keppninnar.

Tólf af stærstu félögum Evrópu ætluðu sér að stofna Ofurdeildina og skilja sig frá Evrópukeppnum UEFA. Vakti þetta hörð viðbrögð en þessi niðurstaða æðsta dómstóls Evrópu vekur athygli.

Nú hafa þeir sem koma að Ofurdeildinni sagt frá því að þau vilji keyra planið áfram og þar á meðal er Real Madrid sem hefur mikinn áhuga á að deildin verði stofnuð.

„Dómurinn breytir ekki afstöðu okkar til Ofurdeildarinnar. Við munum áfram vinna með öðrum félögum og taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hernandez fer til Sádi Arabíu

Hernandez fer til Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum

PSG valtaði yfir Real í undanúrslitum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu