Real Madrid vann nauman sigur á Deportivo Alaves í La Liga í gærkvöldi.
Það stefndi í markalaust jafntefli þegar Lucas Vazquez tryggði Real Madrid sigurinn í uppbótartíma og allt trylltist.
Enskir miðlar vekja athygli á því í dag hvað Jude Bellingham var gripinn við að segja við dómarann í miðjum leik í gær og var það ekki fallegt.
Bellingham kom til Real Madrid frá Dortmund í sumar og hefur gjörsamlega farið á kostum.
Hann var þó eitthvað pirraður í gær.
„Þú ert ömurlegur (e. you’re fucking shit),“ sagði hann við dómara leiksins og var það nokkuð augljóst.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Jude to the referee “you are fucking shit” 😭 pic.twitter.com/fonagMykS7
— WolfRMFC (@WolfRMFC) December 21, 2023