Lögreglan í Úrúgvæ telur að fjölskyldumeðlimur hafi stungið Ezequiel Lavezzi fyrrum leikmann PSG. Hann liggur enn á spítala.
Lavezzi lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum en hann er 38 ára gamall í dag.
Hann var lagður inn á spítala í gær en Lavezzi lék 51 landsleik fyrir Argentínu á sínum ferli.
Lavezzi var með stungu sár þegar hann var lagður inn á sjúkrahús og kjálkabrotinn.
Fjölskylda Lavezzi heldur því fram að hann hafi dottið þegar hann var að skipta um ljósaperu en lögregla telur að nátengdur aðili hafi stungið hann.
Fjölskyldan var með partý í Úrúgvæ þar sem atvikið átti sér stað en líðan Lavezzi er sögð stöðug.