fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Kortavelta dregst saman á föstu verðlagi – heimilin gera betur við sig í mat og drykk

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. desember 2023 18:30

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir aukningu kortaveltu í dagvöru- og netverslunum áhugaverða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstu verðlagi hefur dregið nokkuð úr kortaveltu Íslendinga í nóvember milli ára. Kortaveltan í nóvember 2023 nam 91,64 milljörðum króna og hækkar um 5,6 prósent milli ára. Á sama tíma hefur verðbólguhraði hér á landi verið um átta prósent og því dregur úr veltu á föstu verðlagi. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Meira dregur úr erlendri kortaveltu Íslendinga á föstu verðlagi. Hún nam 17,15 milljörðum og jókst aðeins um 3,7 prósent milli ára.

Athygli vekur að netverslun Íslendinga eykst um 15,1 prósent milli ára og nam 18 milljörðum í nóvember. Einnig er athyglisvert að veltan í dagvöruverslun nemur 23,2 milljörðum króna í nóvember og hækkar um 17,2 prósent milli ára, eða ríflega tvöfalt meira en verðbólgan. Kortaveltan í dagvöruverslun er um 25 prósent af heildarkortaveltunni í nóvember, sem er mikil aukning frá árinu 2022.

Kortaveltan í fataverslun nemur 4,07 milljörðum í nóvember og heldur vel í við verðbólgu milli ára.

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur vera athyglisverðar. Sérstaklega veki aukning í dagvöruverslun og netverslun athygli. Andrés segir að þegar horft sé til jólaverslunar sé mikilvægt að hafa í huga að hún hafi nú færst fram og búast megi við að jafnvel um helmingur jólaverslunarinnar hafi átt sér stað í nóvember meðal annars vegna stórra afsláttardaga í þeim mánuði. Aðspurður segir hann ekki útilokað að meira en helmingur jólasölunnar verði í nóvember.

Andrés segir um mikla aukningu dagvöruverslunar að svo virðist sem fólk geri betur við sig í mat og drykk þegar þrengir að, þetta hafi komið berlega í ljós í hruninu, og haldi fremur að sér höndum þegar kemur að stærri innkaupum og gjafavöru. Nú þrengi að heimilum vegna vaxtakostnaðar og birtingarmyndin virðist, líkt og í hruninu, vera aukning í dagvöruverslun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Mun ekki hika við erfiðar ákvarðanir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilja vita hvert milljarðar borgarbúa fóru

Vilja vita hvert milljarðar borgarbúa fóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Fagmaður í fyndni – vill færa forsetann til Akureyrar á sumrin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu

Næstum 100 milljónir á síðasta ári frá ríkinu til fyrirtækisins sem aðstoðar Katrínu