fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

Guðmundur segir sig frá formennsku SFS – Tæpir 3 mánuðir frá kjöri

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júní 2025 22:55

Guðmundur Kristjánsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur sagt af sér sem formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hann var kjörinn formaður samtakanna þann 3. apríl síðastliðinn.

„Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra,“ segir Guðmundur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Í yfirlýsingunni segir Guðmundur að áherslur hans í starfi samtakanna njóti ekki stuðnings framkvæmdastjóra né annarra í forystu SFS. Segist Guðmundur telja það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi.

„Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag.“

Guðmundur segir að það sé áhyggjuefni að stjórnvöld stefni nú á „umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.“

Vísar hann þar til frumvarps um breytingu á lögum um veiðigjöld sem til meðferðar er á Alþingi og mikill tími og umræða hefur farið í sem sér ekki fyrir endann á.

Yfirlýsingu Guðmundar má lesa í heild sinni hér:
Tilkynning:
Á fundi í framkvæmdaráði Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í dag tilkynnti ég um afsögn mína sem formaður samtakanna. Ástæðan er sú að áherslur mínar í starfi samtakanna njóta ekki stuðnings framkvæmdastjóra né heldur félaga minna í forystu samtakanna. Þar af leiðandi tel ég best fyrir samtökin að ég segi mig úr forystu þeirra.
Ég tel það hlutverk samtakanna að fræða og upplýsa almenning og fulltrúa þeirra á hverjum tíma í stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu um aðstæður til verðmætasköpunar í sjávarútvegi. Til þess þarf öflugt samtal og samstarf við stjórnvöld og faglegar stofnanir sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu og þeirri sannfæringu að það sem er gott fyrir íslenskan sjávarútveg er gott fyrir samfélag okkar í heild. Slíkt samtal á sér ekki stað í dag. Í ljósi þess er það áhyggjuefni að stjórnvöld stefna nú á umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegs á Íslandi án þess að fyrir liggi sameiginlegur skilningur allra þeirra sem málið varðar á því hvaða afleiðingar breytingarnar hafa í för með sér.
Guðmundur Kristjánsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“