fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

Segir Moggann fara með fleipur – „Langt því frá fordæmalaus“

Eyjan
Fimmtudaginn 19. júní 2025 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Margrét Tryggvadóttir furðar sig á frétt sem birtist í Morgunblaðinu í dag, en þar sé blaðamaður bókstaflega að fara með fleipur. Fréttin fjallar um að mögulega muni Alþingi funda fram í júlí og er fullyrt að slíkt sé án fordæma. Þar segir meðal annars: „Reglulegt fundarhald þingsins í júlí án fordæma“ og í texta fréttarinnar er rekið að það sé fátítt að Alþingi komi saman í júlí og að samfellt þinghald inn í sumarið sé „hins vegar óþekkt“.

Margrét vekur athygli á fréttinni á Facebook þar sem hún segir þetta rangt.

„Uhh nei! Ég hef enga trú á því að Mogginn og hans reynslumiklu blaðamenn viti ekki eða séu ekki færir um að fletta svona málum upp. Þing í júlí eru langt því frá fordæmalaus. Sumarið 2009 var til að mynda fundað allt sumarið fyrir utan tvær vikur í kringum verslunarmannahelgina og eins var þing viku í júlí sumarið 2013. Ég nenni ekki að fletta upp fleiri árum en er nokkuð viss um að dæmin eru fleiri.“

Árið 2009 urðu þinglok ekki fyrr en 28. ágúst og fóru reglulegir þingfundir fram allt sumarið fyrir utan tímabilið frá 24. júlí til 10. ágúst. Árið 2013 urðu þinglok 18. september og var fundað yfir sumarið allt fram til 5. júlí en þá var tekið hlé til 10. september. Þetta voru dæmin sem Margrét nefndi en á vef Alþingis má sjá fleiri dæmi um reglulega fundi fram í júlí, svo sem árið 2015 þegar reglulegir fundir stóðu til 3. júlí og árið 2000 stóðu reglulegir fundir til 2. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“