fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
Eyjan

„Sjálfstæðisflokkurinn lítur nánast á það sem móðgun við náttúrulögmálin að hann ráði ekki ferðinni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. júní 2025 18:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins, bendir á að stjórnarandstaðan hefur ekki neitunarvald á Alþingi. Engu að síður ætli þingmenn Sjálfstæðisflokks að beita málþófi til að koma í veg fyrir samþykkt veiðigjaldafrumvarpsins. Heimir bendir á að það séu til leiðir til að koma málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en líklega hafi Sjálfstæðisflokkurinn engan áhuga á slíku.

Þetta kemur fram í Facebook-færslu Heimis í tilefni annarrar umræðu veiðigjaldafrumvarpsins sem stendur nú yfir á Alþingi.

„Sjálfstæðisflokkurinn lítur nánast á það sem móðgun við náttúrulögmálin að hann ráði ekki ferðinni, hafi töglin og haldirnar við stjórn landsins, eins og hann hefur gert í 60 ár af undanliðnum 80 árum.

Nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu, minnihluta á Alþingi, hefur hann endurskilgreint hlutverk stjórnarandstöðunnar og telur sig nú hafa neitunarvald gagnvart frumvörpum ríkisstjórnarinnar.“

Þetta sé þó fjarri lagi. Stjórnarandstaðan hafi rétt til að andmæla málum í þremur umræðum um frumvörp og svo í starfi nefnda. Eins geti stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur.

„Hún hefur þó ekki neitunarvald, sem er í raun meira vald en synjunarvaldið sem forseti Íslands hefur samkvæmt stjórnarskrá, sem leiðir til þjóðaratkvæðisgreiðslu um mál.“

Sjálfstæðisflokkurinn hafi þó engan áhuga á að veiðigjaldafrumvarpið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda sýni kannanir að mikill meirihluti þjóðarinnar styður frumvarpið.

„Nú stefna þingmenn Sjálfstæðisflokksins að því að koma í veg fyrir samþykkt Alþingis á veiðigjaldafrumvarpinu með maraþonræðum, eða málþófi.“

Heimir skrifaði færsluna sína rétt eftir að þingfundur hófst í morgun og sagði ljóst að ballið væri þegar byrjað með löngum umræðum um fundarstjórn forseta. „Allt gert til tefja umræðuna.“

Kannski ætti meirihluti þjóðarinnar að fá að sýna vilja sinn ef málþófið keyrir fram úr öllu hófi. Annað eins hafi nú gerst.

Heimir deilir með færslu sinni grein Þórðar Snæs Júlíussonar, framkvæmdastjóra þingflokks Samfylkingarinnar, en Þórður velti fyrir sér hvort lýðræðið væri hreinlega bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn situr ekki í ríkisstjórn.

Þórður Snær skrifaði m.a.:

„Ef Sjálfstæðisflokkurinn er ósammála einhverju þá telur hann sig einfaldlega hafa rétt til þess að koma í veg fyrir að það verði að veruleika. Það sé einhvers konar hefð að hann ráði jafnvel þegar kjósendur hafa ákveðið að hann ráði ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“

„Komnir nýir krakkar í bekkinn sem segi bara hingað og ekki lengra“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kjarnorkuákvæðinu beitt

Kjarnorkuákvæðinu beitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“

Jón Gnarr telur sig vita hvað vakir fyrir stjórnarandstöðunni í „lengsta eftirpartý Íslandssögunnar“