fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Björn Leví segir að óprúttnir aðilar steli mörgum milljörðum af ríkinu á ári

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hversu mikl­um pen­ing­um er rænt úr rík­is­sjóði með þess­ari aðferð? Sam­kvæmt heim­ild­um eru það rúm­lega 10 millj­arðar á ári.“

Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni segir hann ástæðulaust að ræna banka þegar hægt er að búa til VSK-númer.

Hann bendir á að ársskýrslur skattrannsóknarstjóra frá árinu 2013 séu aðgengilegar á vef stofnunarinnar og í þeim öllum sé bent á skattsvik með eftirfarandi orðum:

 „Gefn­ir eru út til­hæfu­laus­ir reikn­ing­ar sem ganga kaup­um og söl­um í þeim til­gangi að ná út fjár­mun­um úr rík­is­sjóði í formi innskatts og mál þar sem tekj­um er skotið und­an í gegn­um flók­in net af­l­ands­fé­laga.“

Lögðu fram 20 tillögur að úrbótum

Björn segir að ríkissjóður verði af tíu milljörðum króna vegna þessa en þrátt fyrir það geri ríkisstjórnin lítið til að bregðast við.

„Í fe­brú­ar á þessu ári kom út sér­stök skýrsla um skattsvik vegna til­hæfu­lausra reikn­inga. Þar legg­ur starfs­hóp­ur fram um 20 til­lög­ur að úr­bót­um sem ég bjóst fast­lega við að kæmu til af­greiðslu þings­ins á þessu haustþingi – að minnsta kosti þær til­lög­ur sem koma í veg fyr­ir 10 millj­arða tap á al­manna­fé á ári,“ segir Björn sem bætir við að þingflokkur Pírata leggi til breytingar á lögum til að skattrannsóknarstjóri geti stöðvað þessi skattsvik um leið og þau komast upp í afgreiðslu fjárlaga nú fyrir áramót.

Hann útskýrir svo þessar breytingar:

„Breyt­ing­arn­ar eru ein­fald­ar en þær snú­ast um að hægt sé að loka VSK-núm­er­um sem upp­fylla ekki kröf­ur skatts­ins um full­nægj­andi upp­lýs­ing­ar og aðrar eðli­leg­ar og al­menn­ar kröf­ur um gagnaskil. Það þarf ekki einu sinni mikla vinnu til þess að sníða til breyt­ing­arn­ar, til­lög­urn­ar liggja nú þegar fyr­ir í skýrslu starfs­hóps rík­is­skatt­stjóra eins og fyrr seg­ir. Því er af­sök­un stjórn­valda á aðgerðal­eysi ná­kvæm­lega eng­in.“

Einfalt að breyta þessu

Hann veltir því einnig upp að miðað við ábendingar um umrætt svindl frá skattrannsóknarstjóra í að minnsta kosti heilan áratug megi einnig spyrja spurninga um ábyrgð stjórnvalda á vanrækslu.

„Hef­ur það verið skoðun stjórn­valda að þetta sé bara í fína lagi, og þess vegna hafa ekki komið nein­ar til­lög­ur um að laga þetta frá stjórn­völd­um? Ég ætla að leyfa mér að ef­ast um það, en það þýðir þá að þetta hef­ur ekki verið for­gangs­mál hjá und­an­förn­um rík­is­stjórn­um og nú­ver­andi rík­is­stjórn skipaði ekki starfs­hóp fyrr en eft­ir rúm­lega heilt kjör­tíma­bil. Hversu lengi á svo að draga lapp­irn­ar í viðbót?“

Björn segir að þingflokki Pírata finnist allavega óþarfi að bíða lengur.

„Það er mjög ein­falt að gefa skatt­rann­sókn­ar­stjóra heim­ild­ir til þess að stöðva starf­semi um­svifa­laust sem ber öll ein­kenni þess að gefa út til­hæfu­lausa reikn­inga. Ágóðinn yrði um 10 millj­arðar á hverju ári, sem fara í dag til fólks sem svindl­ar und­an skatti, og einnig meiri gæði í skatta­mál­um lögaðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía

Kúbverji fær ekki vegabréfsáritun til Íslands – Sagt að kvarta við Svía
Fréttir
Í gær

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“

Opnaði sig um erfiða reynslu í pontu Alþingis: „Fyrir átta árum var fótunum kippt undan mér án fyrirvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur til OK

Vilhjálmur til OK