Stefán Logi Sívarsson, fertugur karlmaður, situr nú í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði, sakaður um stórfellda líkamsárás fyrir rúmri viku.
Þetta herma heimildir DV en Vísir greindi fyrst frá málinu. Meint brot átti sér stað í íbúð í Fellahverfinu í Breiðholti en Stefán Logi er þeirrar skoðunar að hann sitji saklaus í haldi.
Stefán Logi hefur ítrekað komist í kast við lögin en hefur þó haft hægt um sig undanfarin ár og ekki hlotið dóm í níu ár. Hann hlaut síðast átján mánaða fangelsisdóm árið 2014 í hinu svokallaða Stokkseyrarmáli sem vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Í félagi við samverkamenn sína frelsissvipti Stefán mann og pyntaði hann í hálfan sólarhring í húsi í bænum.