fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Allt á suðupunkti: Heitir því að leggja Gaza-svæðið í rúst – Hrikalegar lýsingar af voðaverkum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. október 2023 11:01

Hamas myrtu fjölda óbreyttra borgara í Ísrael fyrir rúmri viku. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til þess að ísraelski herinn muni hefja landhernað á Gaza-svæðinu á næstunni. Um 300 þúsund varaliðsmenn ísraelska hersins eru komnir að landamærum Gaza og eru þeir reiðubúnir að grípa til aðgerða með skömmum fyrirvara.

Jonathan Concricus, talsmaður hersins, segir að markmiðið verði að tryggja að Hamas-samtökin hafi enga hernaðarlega getu lengur. Ísraelsk yfirvöld tilkynntu í morgun að 1.200 hefðu látist í árásum Hamas-samtakanna, að langstærstum hluta óbreyttir borgarar. Þá væru á þriðja þúsund særðir.

Ísraelsher hefur skotið flugskeytum að bækistöðvum Hamas-samtakanna og þá hafa Hezbollah-samtökin skotið flugskeytum að Ísrael í morgun. Ísraelsmenn hafa svarað í sömu mynt.

Verður breytt í tjaldborg

Breska blaðið Independent hefur eftir ísraelskum herforingja að Gaza-svæðið verði jafnað við jörðu. Hótar hann því að breyta Gaza í tjaldborg þar sem engin hús muni lengur standa.

Aðgerðir Ísraelsmanna hafa þegar haft mikil áhrif á íbúa á Gaza-svæðinu. Jalal Ismail, yfirmaður orkumála á svæðinu, segir að eldsneyti sé á þrotum á svæðinu. Þá hafa Ísraelsmenn skrúfað fyrir aðgengi að vatni og rafmagni. Mikil eyðilegging blasir við á svæðinu eftir linnulausar hefndarárásir Ísraelshers.

Höfuðlaus lík

Síðastliðinn sólarhring hafa borist hrikalegar fréttir af voðaverkum vígamanna Hamas-samtakanna sem ruddust inn í Ísrael aðfaranótt laugardags. Erum vígamenn samtakanna sakaðir um grimmileg fjöldamorð á óbreyttum borgurum í Kfar Aza, skammt frá landamærum Gaza.

„Mæður, feður og börn voru myrt í rúmum sínum,“ segir Ita Veruv, yfirmaður hjá ísraelska hernum, við BBC. Það tók ísraelska hermenn um 12 klukkustundir að komast að Kfar Aza og blasti ófögur sjón við. „Þetta er ekki stríð, þetta er ekki vígvöllur. Þetta er fjöldamorð,“ segir hann.

Liðsmenn Hamas voru meðal annars vopnaðir hríðskotabyssum og sprengjuvörpum sem var miskunnarlaust beitt gegn íbúum. Davidi Ben Zion, yfirmaður herdeildar 71, sem var fyrst á vettvang eftir voðaverkin í Kfar Aza, sagði í samtali við Reuters að höfuðlaus lík hefðu meðal annars fundist á vettvangi.

Blaðamaður Washington Post, sem heimsótti Kfar Aza segir að árásarmennirnir hafi gengið hratt til verks. Morgunmatur hafi verið á borðum á sumum heimilum og blóðpollar á gólfum. Blaðamenn hefðu verið varaðir við því að stíga inn á svæði sem herinn væri ekki búinn að fínkemba af ótta við að til dæmis sprengjum hefði verið komið fyrir.

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að voðaverk Hamas-samtakanna í Ísrael minntu á það versta frá hryðjuverkasamtökunum ISIS á sínum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

VÆB áfram í Eurovision!

VÆB áfram í Eurovision!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli

Sigurbjörg er enn á götunni og engin lausn í sjónmáli