fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Héngu öskrandi og ælandi á hvolfi í þrjátíu mínútur

Fókus
Mánudaginn 25. september 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir gestir skemmtigarðsins Wonderland í Ontario-fylki í Kanada lentu illa í því um helgina þegar eitt tækið, sem nefnist Lumberjack, bilaði í miðri ferð með þeim afleiðingum að það stöðvaðist þegar allir farþegarnir héngu á hvolfi. Alls þurftu gestirnir að dúsa í slíkri stöðu í tæpan hálftíma.

Eins og gefur að skilja var um hryllilega reynslu að ræða fyrir fólki sem öskraði, grét og jafnvel ældi á meðan rauninni stóð. CBS-fréttastofan greindi frá atvikinu og birti myndband af samfélagsmiðlum. Fyrst um sinn voru farþegarnir rólegir og héldu að stoppið væri hluti af skemmtiferðinni en segja má að ofsahræðsla hafi gripið um sig meðal farþeganna föstu þegar sjúkrabifreiðar mættu skyndilega á vettvang. Virtust farþegarnir þá átta sig á að eitthvað verulega mikið væri að og jafnvel væri tímaspursmál þangað til farþegarnir færu að falla til jarðar.

Að endingu tókst að laga tækið en farþegarnir ráku aftur upp öskur og vein þegar tækið fór fleiri hringi enda gátu viðgerðarmennirnir ekki gert annað en að láta ferðina klárast.

Í umfjöllun CBS kom fram að nokkrir farþegar voru orðnir tilfinningalausir í fótleggjum og þá kvörtuðu einhverjir undan brjóstverkjum eftir að þeir höfðu losnað úr prísundinni. Enginn virðist þó hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum en sumir farþegar fara væntanlega ekki í skemmtigarð í bráð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð

Britney Spears eyddi Instagram eftir að hafa birt óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum