fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Eitrað fyrir fjölda rússneskra kvenna sem eru í útlegð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. september 2023 15:00

Yulia Skripal slapp l ásamt föður sínum eftir að rússneskir útsendarar eitruðu fyrir þeim í Lundúnum 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrar rússneskar konur, sem hafa verið gagnrýnar á innrás Rússa í Úkraínu eða í garð stjórnar Vladímír Pútíns, hafa á síðustu árum sýnt einkenni eitrunar. Þetta er mat margra sérfræðinga á þessu sviði.

Þegar blaðakonan Elena Kostyuchenko fór á veitingastað í München þann 18. október síðastliðinn til að borða hádegismat var búið að vara hana við að hún lifði lífinu hættulega.

Ástæðan er að hálfu ári áður ferðaðist hún um Úkraínu og aflaði gagna um stríðsglæpi Rússa. Þegar hún lauk því verkefni bað aðalritstjóri hins óháða rússneska miðils Novaya Gazeta, sem er vinnuveitandi Kostyuchenko, hana um að fara ekki aftur til Rússlands.

Að máltíðinni lokinni hélt hún í átt til Berlínar. Á leiðinni fór hún að sýna eitrunareinkenni. Hún fékk bakverki, ógleði, líkaminn þrútnaði og það var blóð í þvaginu.

Bellingcat og The Insider fjölluðu um málið og spurðu nokkra sérfræðinga um sjúkdómseinkennin og voru þeir sammála um allt bendi til að eitrað hafi verið fyrir Kostyuchenko þennan dag. Einn sérfræðinganna er einn þeirra lækna sem rannsökuðu rússneska stjórnarandstæðinginn Aleksei Navalny þegar eitrað var fyrir honum.

Fjölmiðlarnir létu taka blóðsýni úr Kostyuchenko mörgum mánuðum síðar og leiddi rannsókn á þeim í ljós í því var mikið magn af lifrarensímunum alanintransaminase og aspartattransaminase. Það bendir til að lifrin hafi verið í yfirvinnu. Ekki var hægt að staðfesta að eitrað hefði verið fyrir henni.

Þýska lögreglan er enn að rannsaka málið.

En fleiri álíka mál hafa komið upp. Líklega var eitrað fyrir tveimur öðrum rússneskum konum í evrópskum stórborgum síðasta árið. Þetta eru blaðakonan Irina Babloyan og aðgerðasinninn Natalia Arno.

Babloyan sagðist hafa fundið fyrir sömu einkennum og Kostyuchenko í október á síðasta ári. Þá var hún á hóteli í Tbilisi í Georgíu, skömmu eftir að hún flúði frá Rússlandi.

Líklegt er talið að eitrað hafi verið fyrir Arno, sem er leiðtogi Free Russia Foundation, þegar hún gisti á hóteli í Prag í maí. Hún býr í Bandaríkjunum og hefur gert síðan hún flúði Rússland fyrir 10 árum. Sjúkdómseinkenni hennar benda til að eitrað hafi verið fyrir henni með taugaeitri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu

Sveitarfélög úr sitt hvorum landshlutanum ræða sameiningu
Fréttir
Í gær

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“

Ari segir stærri mál falin bak við kosninguna í dag – „Þessi breyting gæti kostað bæinn allt að 424 milljónum króna“
Fréttir
Í gær

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Í gær

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín

Þingmenn Samfylkingar vilja ekki mæta í þátt Stefáns Einar – Hann telur Þórð Snæ vera að hefna sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“

Fyrrum ráðherra og þingmaður VG hjólar í meirihlutann í borginni – „Fyrirsláttur, meinbægni og mismunun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings

Segir óánægju með auglýsingar SFS vera væl og þær hafi þvert á móti opnað augu almennings