fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
Eyjan

Segir ríkisstjórnina springa heimili Svandís ekki hvalveiðar 1. september

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 8. ágúst 2023 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, lýsir ánægju sinni með það að Hvalur hf. hafi boðið starfsmönnum sínum vinnu í sumar þrátt fyrir að sett hafi verið á „tímabundið“ hvalveiðibann til 1. september.

Í færslu á Facebook skrifar Vilhjálmur að með þessu sé Hvalur að sjálfsögðu að tryggja sér mannskap í vinnu þegar „tímabundna“ veiðibannið rennur út um mánaðamótin.

Vilhjálmur segir einungis um dagvinnu að ræða og þær launatekjur séu aðeins brot af þeim tekjum sem starfsmenn hefðu haft ef „þetta ólöglega tímabundna hvalveiðibann hefði ekki komið til.“

Vilhjálmur telur ljóst að Hvalur sé að undirbúa margra milljarða skaðabótakröfu á hendur ríkinu, eina spurningin sé hversu há hún verði en það muni væntanlega ráðast af því hvort veiðarnar verði heimilaðar 1. september eða ekki.

Hann segir að fróðlegt verði að sjá viðbrögð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ef matvælaráðherra heimilar ekki veiðar frá og með 1. september.

„Mitt mat er að ef veiðarnar verði ekki heimilaðar þá hljóti þetta ríkisstjórnarsamstarf að springa, annað er nánast útilokað,“ skrifar Vilhjálmur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“

Segir hættulega galla vera á örorkufrumvarpinu – „Í ákveðnum tilvikum munu árstekjur öryrkja lækka“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – ríkisstjórnin er eins og plastpokamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst

Uppnám varð í breska þinginu skömmu áður en fyrirspurnatími forsætisráðherra hófst
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði