fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Grunaður um að hafa haldið konunni sinni fanginni í 12 ár – Sagði að hún væri með krabbamein

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. ágúst 2023 19:00

Frá bænum Forbach

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskur maður, 55 ára að aldri, er grunaður um að hafa haldið eiginkonu sinni, 53 ára, fanginni í íbúð í bænum Forbach í Frakklandi, í 12 ár. Sumir franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að maðurinn hafi beitt konuna pyntingum og pyntingabekkur hafi verið á heimilinu. Bild Zeitung í Þýskalandi segir saksóknara í málinu ekki hafa staðfest þessar upplýsingar.

Frönsku miðlarnir hafa jafnframt nefnt til sögunnar minnisbók þar sem maðurinn hafi skrifað niður pyntingaaðferðir og næringu fyrir konuna. Saksóknari segir að þetta sé ekki staðfest.

Konan hringdi í neyðarlínu er hún komst með einhverjum hætti yfir síma sinn. Þá fór boltinn að rúlla, sjúkralið sótti konuna og maðurinn var handtekinn í dag. Konan er sögð hafa verið vannærð og með áverka.

Er konan kom í sjúkrahús greindi hún læknum og hjúkrunarliði frá því að hún hefði verið lokuð inni í húsinu í 12 ár. Rimlar eru sagðir vera fyrir öllum gluggum í íbúð hjónanna.

Bild ræddi við nágranna hjónanna sem segja að maðurinn hafi verið kurteis og vingjarnlegur. Þeir segjast hins vegar aldrei hafa séð konuna. Einstaka sinnum heyrðist hún öskra. Maðurinn gaf þær skýringar að hún væri með krabbamein og væri kvalin vegna verkja.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi