fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Segir að aldrei hafi átt að slaufa Kevin Spacey

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 27. júlí 2023 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ónefndur  kvikmyndaframleiðandi í Hollywood segir að aldrei hafi átt að slaufa bandaríska leikaranum Kevin Spacey eftir að margar ásakanir um kynferðisbrot á hendur honum hafa komið fram á síðustu sex árum.

Daily Mail greinir frá.

Framleiðandinn lét þessi orð falla eftir að Spacey var sýknaður fyrir dómi í Bretlandi af ákæru fyrir að hafa brotið kynferðislega á fjórum karlmönnum.

Leikarinn heimsþekkti var sakaður um að hafa nýtt frægð sína og frama til að fremja alls níu kynferðisbrot gegn karlmönnunum fjórum þegar hann starfaði sem listrænn stjórnandi leikhússins Old Vic í London. Hann fullyrti hins vegar að þessar ásakanir væru brjálæðislegar og að meint fórnarlömb væru að ljúga í von um fjárhagslegan ábata.

Meðal þeirra sem veittu Spacey stuðning með vitnisburði sínum í réttarhöldunum var tónlistargoðsögnin Sir Elton John og eftir að leikarinn var sýknaður hafa stuðningsmenn hans flykst að baki honum.

Kvikmyndaframleiðandinn áðurnefndi, sem Daily Mail nafngreinir ekki, segir að Spacey hafi verið dæmdur fyrirfram vegna áhrifa MeToo-hreyfingarinnar og hann ætti skilið að fá starfsferil sinn til baka. Eftir að ásakanir komu fram á hendur Spacey um kynferðisbrot hraktist hann úr kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum.

Framleiðandinn segir margt fólk hafa verið áhugasamara um að dæma Spacey en að komast að sannleikanum. Spacey hefði aldrei átt að vera slaufað.

Segist hafa misst allt

Eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp sagðist Spacey þakklátur kviðdómnum fyrir að hafa kynnt sér öll sönnunargögn og staðreyndir rækilega áður en hann komst að þessari niðurstöðu.

Ásakanir á hendur Spacey hafa kostað hann ferilinn og háar peningaupphæðir. Meðal annars þurfti hann að greiða framleiðendum sjónvarpsþáttanna House of Cards, sem hann fór með aðalhlutverkið í, andvirði tæplega 4,3 milljarða króna eftir að þeir ráku hann í kjölfar fyrstu ásakananna um kynferðisbrot sem komu fram á hendur honum.

Við réttarhöldin í Bretlandi sagði Spacey að hann hefði misst allt.

Tveir mannanna sem Spacey var ákærður fyrir að brjóta á í Bretlandi hafa höfðað einkamál á hendur honum en hann þarf ekki að sæta frekari málarekstri af hálfu saksóknara í Bretlandi.

Það þykir ekki alveg loku fyrir það skotið að Kevin Spacey muni snúa aftur á hvíta tjaldið eða sjónvarpsskjáinn.

Ferill Spacey, sem hlotið hefur óskarsverðlaun tvisvar, var í miklum blóma þegar hann var fyrst ásakaður um kynferðisbrot árið 2017. Var hann þá rekinn úr þáttunum House of Cards og klipptur út úr kvikmyndinn All the Money in the World sem þá var langt komin í tökum.

Spacey segist hafa verið tekjulaus allar götur síðan. Hann hefur fullyrt í viðtölum að hans verði minnst fyrir verk hans og að eftir áratug muni ásakanirnar enga merkingu hafa.

Auk sýknudómsins í Bretlandi hefur málarekstur á hendur Spacey, fyrir kynferðisbrot, í Bandaríkjunum endað með frávísunum eða að hann hefur ekki verið ákærður vegna þess að viðkomandi meint kynferðisbrot hefur verið fyrnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli