fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Mótmælendur kveiktu í húsi borgarstjórans og réðust á fjölskyldu hans

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. júlí 2023 13:30

Frá óeirðunum í Frakklandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar óeirðir hafa verið í París undanfarna daga í kjölfar þess að lögreglumenn skutu 17 ára ungling til bana er hann ók í burtu af vettvangi eftir að hafa verið stöðvaður í umferðareftirliti.

Í gærkvöld tóku óeirðirnar á sig nýja mynd er óeirðaseggir réðust inn á heimili borgarstjórans Vincent Jeanbrun, kveiktu í húsinu og skutu flugeldum að eiginkonu hans og tveimur ungum börnum. Borgarstjórinn var ekki heima er árásin var gerð. Kona hans fótbrotnaði í atganginum og annað barnið slasaðist einnig.

Árásarmennirnir óku bíl í gegnum öryggishlið að heimili borgarstjórans og kveiktu síðan í bílnum á lóðinni. Þaðan barst eldurinn í húsið. Er eiginkona reyndi að flýja með börnin af vettvangi skutu árásarmennirnir flugeldum á þau. Börnin eru 5 og 7 ára.

„Hér hefur verið farið yfir línu,“ segir borgarstjórinn. Málið er rannsakað sem morðtilraun en ekki hefur tekist að hafa finna ódæðismennina.

Óeirðalögreglan í París handtók yfir 700 manns í óeirðum í gærkvöld. Um 45 þúsund lögreglumenn voru að störfum en borgin logaði í mótmælum og óeirðum. Borgarstjórinn hefur hvatt ríkisstjórn Frakklands til að lýsa yfir neyðarástandi.

Heimild: BBC

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK