fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Mál Kristjáns og Endurmenntunar komið inn á Alþingi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 8. júní 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram fyrirspurn til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem tengist málefnum Kristjáns Hreinssonar, en Endurmenntun rifti snögglega samstarfi við hann vegna umdeilds pistils sem hann skrifaði um trans-málefni.

Sjá einnig: Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Sigurjón óskar eftir skriflegu svari ráðherra við fyrirspurn sinni en hann spyr hvort stjórnendum Háskóla Íslands sé heimilt að segja upp starfsmönnum vegna tjáningar persónulegra skoðana þeirra.

Fyrirspurnin er í fjórum liðum og er orðrétt eftirfarandi:

     1.      Er stjórnendum Háskóla Íslands heimilt að segja upp starfsmönnum eða rifta verktakasamningum við leiðbeinendur vegna tjáningar persónulegra skoðana þeirra?
     2.      Hefur starfsmönnum eða leiðbeinendum í verktöku við Háskóla Íslands eða Endurmenntun Háskóla Íslands verið sagt upp vegna tjáningar persónulegra skoðana sinna?
     3.      Taka stjórnendur Háskóla Íslands eða Endurmenntunar Háskóla Íslands tillit til skoðana eða persónulegra skrifa starfsmanna og verktaka þegar teknar eru ákvarðanir um ráðningu þeirra, endurráðningu eða uppsögn?
     4.      Hvaða skoðanir eða tjáning þeirra geta haft áhrif á ráðningu eða samningssamband starfsmanna og verktaka við Háskóla Íslands eða Endurmenntun Háskóla Íslands?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi