fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fréttir

Kristján kominn með harðskeyttan lögmann í stríðinu við Endurmenntun HÍ – Svona var atburðarásin þegar hann var rekinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 10:18

F.v: Eva Hauksdóttir, Kristján Hreinsson og Jóhanna Rútsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV hefur Kristján Hreinsson ráðið Evu Hauksdóttur sem lögmann til að gæta hagsmuna hans í samskiptum við Endurmenntun Háskóla Íslands. Það var Jóhanna Rútsdóttir, náms- og þróunarstjóri Endurmenntunar, sem sagði honum upp. Tjáði hún honum símleiðis að frétt Mannlífs um pistil Kristjáns, tengdan transmálefnum, gæfi Endurmenntun ekki annan kost en að láta hann hætta kennslu hjá stofnuninni.

DV hafði samband við Jóhönnu í gær og reyndi árangurslaust og ítrekað að fá hana til að tjá sig um málið. Svör hafa ekki borist.

Sjá einnig: Brottrekstur Kristjáns – Engin svör berast frá Endurmenntun HÍ

Fréttir af brottrekstrinum voru í öllum fjölmiðlum á mánudag. Tilefnið var pistill Kristjáns sem valdið hafði miklu fjaðrafoki. Hann hefur tekið pistilinn niður af Facebook-síðu sinni en skrifin lifa í frétt Mannlífs sem leiddi til brottrekstrar hans. Í pistlinum sagði Kristján meðal annars:

„Ég segist hafa fæðst í röngum líkama. Ef mér finnst ég vera unglingsstúlka á ég þá að fá samþykki samfélagsins – án tillits til aðstæðna? Ef ég segist vera blindur, á ég þá að fá að vera blindur? Ef ég segist vera svertingi, eiga þá allir að virða mig sem slíkan? Ef ég segist vera lamaður á ég þá að fá hjólastól?“

Einnig þetta:

„Aumingjavæðingin er hættuleg. Umburðarlyndið er skaðlegt þegar kemur að viðurkenningu duttlunga og komplexa. Við erum í raun og veru að svipta fólk rétti til mannsæmandi lífs með því að sýna tvöfalt siðgæði í formi hins falska samþykkis.

Samfélagið er að bregðast með því að sýna öryggisnet sem er fullkomlega glatað. Við ýtum undir fordóma með því að taka þátt í vitleysunni.

Hið versta við öll þessi minnihlutaréttindi er að þau skapa fordóma og gera í öllum tilvikum illt verra.

Ástæðan er sú að öll þessi svokallaða barátta er reist á viðurkenndri heimsku, fölskum forsendum og gagnkvæmum misskilningi.“

Kristján neitaði því að hann hafi verið að ráðast á trans fólk með pistli sínum en sagðist hafa verið að gagnrýna umræðuhefð:

„Fólk hefur ákveðið að skilja orð mín sem árás á tiltekinn hóp. En í þeirri árás hef ég engan þátt tekið. Ég ber engan kala til nokkurs manns. Ég hef ekkert á móti neinum hópum. Transfólk er í mínum huga allt hið besta fólk. Ég hef akkúrat ekkert út á réttindabaráttu eins né neins að setja. Reyndar er ég að sýna öllu fólki stuðning með því að reyna að draga umræðuna upp úr hjólförum heimskunnar. Ég skal aftur á móti þykja skömm fyrir að benda á þá staðreynd að umræðan er á villigötum!“

Nemendum boðin inneign

Stuttu eftir símtal Jóhönnu þar sem hún sagði honum upp fengu nemendur hans á ritlistarnámskeiðinu tölvupóst frá Endurmenntun þar sem þeim var boðin inneign í öðrum námskeiðum:

„Kæri þátttakandi á námskeiðinu Skáldsagnaskrif.

Okkur þykir leitt að tilkynna þér að vegna óviðráðanlegra aðstæðna fellur námskeiðið niður í kvöld og ekki verða fleiri tímar á þessu námskeiði. Námskeiðsgjöld vegna námskeiðsins verða að fullu felld niður og endurgreidd. Það er ósk okkar hjá

Endurmenntun að við sjáum þig sem oftast á námskeiðum í framtíðinni og viljum gefa þér 10.000 kr. inneign sem þú getur notað upp í námskeið að eigin vali. Næst þegar þú skráir þig á námskeið hjá okkur getur þú skrifað í athugasemd að þú viljir nota inneignina.“

Óskaði eftir því að ljúka námskeiðinu

Kristján hefur óskað eftir því að fá að ljúka námskeiðinu, nemendum að kostnaðarlausu. Sagðist hann myndu gera það án tengingar við Endurmenntun. Hefur honum verið tjáð að svör við þeirri ósk berist á fimmtudag frá Höllu Jónsdóttur endurmenntunstjóra.

Sem fyrr segir hefur DV ítrekað óskað eftir upplýsingum og svörum frá Endurmenntun um málið. Einnig hefur verið send fyrirspurn á Jón Atla Benediktsson, háskólarektor. Engin svör hafa borist.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi

Stóra Garðskagavitamálið – Kaupandi skútunnar Cocette í áframhaldandi gæsluvarðhald og ber við minnisleysi
Fréttir
Í gær

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 

Donald og Melania Trump endurgerðu kaupmála með leynd 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“

Alexander Máni játar að hafa stungið tvo af þremur – „Ég var hrædd­ur við að deyja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“

Eitt frægasta tré Bretlands fellt í skjóli nætur – „Hér voru fagmenn á ferð“