fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Loftslagsbreytingarnar gætu valdið risaflóðbylgjum á Suðurskautinu

Pressan
Laugardaginn 3. júní 2023 15:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skriður í botnlögum undir sjávarbotninum við Suðurskautið gætu valdið risastórum flóðbylgjum. Þetta getur verið ein afleiðing hlýnandi sjávar.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að loftslagsbreytingarnar geta valdið risastórum jarðvegsskriðum undir sjávarborði og þær geta myndað risastórar flóðbylgjur. Live Science skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamenn hafi borað mörg hundruð metra niður í botnlögin undir sjávarborðinu við Suðurskautið og hafi þá komið í ljós að á fyrri hlýnunarskeiðum, fyrir 3 til 15 milljónum ára, hafi laus jarðlög  myndast og runnið af stað og valdið risastórum flóðbylgjum sem hafi náð til stranda Suður-Ameríku, Nýja-Sjálands og Suðaustur-Asíu.

Sjórinn hlýnar samhliða loftslagsbreytingunum og telja vísindamenn að það geti valdið því að risaflóðbylgjur myndist aftur á þessum slóðum. Rannsókn þeirra var nýlega birt í vísindaritinu Nature Communications.

Skriður neðansjávar eru mjög hættulegar og geta valdið flóðbylgjum sem geta orðið mörgum að bana sagði Jenny Gales, hjá University of Plymouth, í fréttatilkynningu. Hún sagði að rannsókn hennar og samstarfsfólks sýni vel að við verðum að auka skilning okkar á hvaða áhrif loftslagsbreytingarnar geta haft á jafnvægið í hinum ýmsu heimshlutum og hættunni á flóðbylgjum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi