fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
433Sport

Stríð FH og KSÍ: Yfirlýsing FH „mjög löng fyrir lítið innihald“ – Klara gæti hafa opnað dyr sem erfitt verður að loka

433
Mánudaginn 22. maí 2023 11:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að ósætti sé á milli FH og KSÍ þessa stundina. Félagið sendi út yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem framkvæmdastjóri sambandsins, Klara Bjartmarz, fær gagnrýni. Málið var tekið fyrir í Dr. Football.

Málið snýr að eins leiks banni sem Kjartan Henry Finnbogason var dæmdur í af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Bannið fékk hann fyrir olnbogaskot sem hann veitti Nikolaj Hansen, leikmanni Víkings, í leik liðanna fyrir rúmri viku. Framherjinn fékk ekki rautt spjald fyrir atvikið í leiknum en Klara vísaði málinu hins vegar til nefndarinnar, sem svo dæmdi hann í bann.

FH gaf út yfirlýsingu í kjölfarið, þar sem Klara var harðlega gagnrýnd.

„Hún var mjög löng fyrir lítið innihald,“ sagði Jens Sævarsson um yfirlýsinguna í Dr. Football.

Hann telur að bannið hafi verið réttmætt.

„Að mínu mati verðskuldar þetta bara bann. Þessi yfirlýsing frá FH, þeir fara um víðan völl en innihaldið var í raun bara það sem Klara sagði.“

FH-ingar vöktu athygli á olnbogaskoti Nikolaj Hansen í leik Víkings gegn HK í gær. Vilja sumir þeirra að atvikið fari á borð Aga- og úrskurðarnefndar, eins og mál Kjartans.

„Þetta opnar þessar dyr. Nú ertu búin að opna þessar dyr,“ sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum.

Meira
Birtir athyglisvert myndband og hjólar í KSÍ í ljósi stöðunnar – „KSÍ clowns“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu

Staðfesta sorglegt andlát ungs manns í yfirlýsingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal

Trump dregur í riðla mörgum mánuðum áður en margar þjóðir fá að vita hvort þær verði með – Ísland hugsanlega þar á meðal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“

Gleymd stjarna elti peningana víða um heiminn og giftist fyrirsætu – „Fólk talar án þess að vita neitt“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður

Búnir að finna annan eftir höfnun Gerrard – Var eitt sinn ansi hataður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi
433Sport
Í gær

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum

Vilja framlengja samning hans en bara ef hann vill lækka í launum
433Sport
Í gær

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“

Beittir fjárkúgun til að fá lík afhent – „Nú skiljum við hvers vegna pabbi hélt okkur frá mörgu fólki“