fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Réttarhöld að hefjast í einstæðu kynferðisbrotamáli – „Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. maí 2023 12:45

Frá Barnahúsi. Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi maður rústaði lífi dóttur minnar. Hann skal fá makleg málagjöld. Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni á viðbjóðslegan hátt. Það sem hann gerði er ófyrirgefanlegt,“ sagði faðir unglingsstúlku í viðtali við DV þann 4. janúar á þessu ári.

„Hann braut mörg hundruð sinnum gegn henni,“ sagði faðirinn ennfremur, en maðurinn sem hann ásakar um þessa hræðílegu glæpi er Reykvíkingur á fimmtugsaldri með hreint sakavottorð. Faðirinn er ekki einn um að saka manninn um glæpi því héraðssaksóknari ákærði hann í febrúar en rannsókn lögreglu á málinu hafði þá staðið lengi yfir.

Hinn ákærði er fyrrverandi stjúpfaðir stúlkunnar en hann er sakaður um að hafa brotið ítrekað á henni kynferðislega í fjögur ár, frá því hún var 9 ára og fram til 13 ára aldurs. Meðal gagna í málinu er ítarleg skýrsla frá Barnahúsi en þar lýsti stúlkan hinum meintu brotum í mörgum viðtölum við sálfræðinga. Sérfræðingar Barnahúss meta framburð hennar mjög trúverðugan.

Í ákæru er maðurinn sakaður um kynferðisbrot gegn barni og stórfellt brot í nánu sambandi, með því að hafa á tímabilinu 2016 – 2019, á heimili sínu, misnotað freklega yfirburðarstöðu sína gegn stúlkunnni, traust hennar og trúnað sem stjúpfaðir og endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð hennar með því að hafa í ótilgreindan fjölda skipta með ólögmætri nauðung misnotað hana kynferðislega á margvíslegan hátt sem tilgreindur er með ítarlegum hætti í ákærunni. Er þar um að ræða mjög grófar lýsingar.

Hámarksrefsing við meintum brotum mannsins er 16 ára fangelsi samkvæmt almennum hegningarlögum. Maðurinn er samkvæmt ákæru sakaður um að hafa gerst brotlegur við sex greinar hegningarlaganna þar á meðal 1. málgrein 202. greinar, sem er svohljóðandi:

„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára],  skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum]. [Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.] “

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Faðir stúlkunnar gerir fyrir hönd ólögráða dóttur sinnar kröfu um miskabætur upp á fimm milljónir króna.

Réttarhöldin eru á morgun

Aðalmeðferð í málinu verður á mánudag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og stendur yfir allan daginn. Hinn ákærði mun fyrst gefa skýrslu, stúlkan mun einnig gefa skýrslu fyrir dómi, auk þess sem leiddir verða fram sérfræðingar til skýrslugjafar, meðal annars sálfræðingar. Þinghaldið er lokað.

Búast má við því að dómur falli í málinu um miðjan júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“