Gary Neville sérfræðingur Sky Sports hjólaði fast í ungan samstarfsmann sinn hjá Sky sem varð til þess að drengurinn ungi eyddi Twitter síðu sinni.
Connor Humm sem er aðstoðarmaður í framleiðslu hjá Sky gagnrýndi Neville.
Neville hafði fyrir nokkrum mánuðum sagt að City væri ekki í sínu eðlilega formi en nú hefur liðið svo sannarlega fundið taktinn.
Connor benti á það að stigafjöldi City í deildinni yrði líklega meiri en stigafjöldinn hjá liði Manchester United árið 1999 sem vann þrennuna.
„Er í lagi með þig? Þeir voru ekki í sínu besta formi, þetta er skrýtið að segja svo. Merktu mig svo í færsluna ef þú vinnur hja´Sky. Ekki vera feimin,“ segir Neville.
Drengurinn ungi höndlaði ekki áreitið sem fylgdi svarinu og eyddi Twitter síðu sinni í kjölfarið.
City er á barmi þess að vinna þrennuna en liðið þarf einn sigur í deildinni til að vinna hana, liðið er svo í úrslitum enska bikarsins þar sem liðið mætir Manchester United og í úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Inter.