fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Ívar biður um aðstoð – Samskiptatölvu stolið frá 7 ára syni hans sem er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðna nótt var brotist inn í vinnuskúr heima hjá Ívari Pétri Hannessyni. Þaðan var stolið ýmsum tækjum og búnaði. Það sorglegasta við innbrotið var að skólatösku sjö ára sonar Ívars var stolið en í henni var Topii-samskiptatölva sem er drengnum nauðsynleg í dagsins önn. Sonur Ívars er með sjaldgæfan erfðasjúkdóm og er einhverfur.

Tölvan var í svartri tautösku. Hún lítur út eins og venjuleg spjaldtölva fyrir utan að neðst á henni er festur hátalari og að ofan er handfang.

„Þessi spjaldtölva er röddin hans og hann er að læra á hana í skólanum,“ segir Ívar í Facebook-færslu um málið. Hann vonast eftir að fá tölvuna til baka og heitir fundarlaunum þeim sem getur vísað á hana. Ennfremur bendir hann á að ef sá sem framdi innbrotið skilar tölvunni þá verða engir eftirmálar.

Ívar segir í samtali við DV að hann skilji son sinn í öllum samskiptum og þeir bjargi  sér á táknmáli. En til lengdar og í samskiptum í skóla sé bagalegt að vera án samskiptatölvunnar.

Þeir sem hafa upplýsingar um málið geta haft samband við Ívar í skilaboðum á Facebook-síðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás