Marco Materazzi, goðsögn Inter Milan, var alls ekki ánægður er Jose Mourinho yfirgaf félagið árið 2010.
Mourinho vann þrennuna með Inter áður en hann fór til Real Madrid og var gríðarlega vinsæll á San Siro.
Materazzi elskaði að vinna undir Mourinho frá 2008 til 2010 og missti sig töluvert er hann frétti af því að Portúgalinn væri á förum.
Það hjálpaði Ítalanum ekki að Rafael Benitez myndi taka við en hann náði afskaplega litlum árangri með félagið í kjölfarið.
,,Ég sagði honum að ‘fokka sér’ því hann ætlaði að skilja mig eftir hérna með Rafael Benitez,“ sagði Materazzi.
Það spilaði einnig inn í að Mourinho reyndi að laumast burt eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Materazzi náði tali á honum fyrir það.