fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Hér verður besta veðrið um páskana: „Þar verður vorblíða á skírdag“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 08:00

Einar segir að útlitið fyrir norðan og austan sé best.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurspáin fyrir páskana er farin að taka á sig æ skýrari mynd og má búast við því að það verði heldur þungbúið víða um land.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í samtali við Morgunblaðið í dag að besta veðrið verði á Norður- og Austurlandi.
„Þá lofar Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið góðu. Þar verður vorblíða á skírdag, en reikna má þó með að skíðasnjó taki fljótt upp,“ segir Einar.
Veðrið verður að líkindum best á morgun, skírdag, en þá er gert ráð fyrir hæglátu veðri víðast hvar. Á sunnan- og vestanverðu landinu eru líkur á éljum á láglendi en úrkomulaust verður fyrir norðan og austan og aðstæður til útivistar eins og best verður á kosið á þessum árstíma.
Hér að neðan má sjá veðurhorfur á landinu næstu daga eins og þær birtast þennan morguninn á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Dálítil él í flestum landshlutum Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost norðan heiða. Vaxandi suðaustanátt sunnantil um kvöldið.
Á föstudag:
Suðaustan 13-20 m/s, hvassast með suðurströndinni. Rigning sunnan- og vestanlands, talsverð rigning suðaustanlands. Hægari og úrkomulítið norðaustantil. Hiti 3 til 9 stig.
Á laugardag:
Sunnanátt, 8-15 m/s, hvassast suðvestantil. Rigning, en að mestu þurrt fyrir norðan. Hiti 4 til 10 stig.
Á sunnudag:
Ákveðin suðaustanátt með rigningu um landið sunnanvert, en lengst af þurrt fyrir norðan. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt og vætu í öllum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig.
Á þriðjudag:
Líklega suðvestlæg átt með éljum, en þurrt að kalla austanlands.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands