fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Medvedev segir að ef Pútín verði handtekinn jafngildi það stríðsyfirlýsingu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. mars 2023 10:30

Dmitry Medvedev. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, verður handtekinn erlendis á grundvelli handtökuskipunar frá Alþjóðasakamáladómstólnum ICC, þá verður það metið sem „casus belli“ eða ástæða til að fara í stríð.

Þetta segir Dmitry Medvedev, fyrrum forseti Rússland og núverandi varaformaður öryggisráðs landsins.

„Ímyndum okkur, auðvitað er þetta staða sem mun aldrei koma upp, en ímyndum okkur þetta samt. Sitjandi forseti kjarnorkuveldis kemur til Þýskalands, sem dæmi, og er handtekinn. Hvað er það? Það er stríðsyfirlýsing gagnvart Rússneska sambandsríkinu. Í slíku tilfelli myndum við skjóta öllum okkar vopnum á þýska Sambandsþingið, skrifstofu kanslarans og svo framvegis;“ sagði Medvedev.

Ummæli hans eru líklega svar við ummælum Marco Buschman, dómsmálaráðherra Þýskalands, sem sagði nýlega að Þjóðverjar neyðist til að framfylgja handtökuskipun ICC og handtaka Pútín ef hann kemur inn á þýskt yfirráðasvæði.

„Veit hann að þetta væri casus belli, stríðsyfirlýsing? Eða hefur hann ekki unnið heimavinnuna sína,“ spurði Medvedev.

ICC gaf út handtökuskipun á hendur Pútín þann 17. mars vegna meintra stríðsglæpa Rússa í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“