fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Harðlega gagnrýndur fyrir „skrípalæti“ á hliðarlínunni en fær meðbyr úr óvæntri átt – ,,Ég sé ekki vandamálið“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2023 18:33

Arteta á hliðarlínunni / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikel Arteta, knatt­spyrnu­stjóri Arsenal hefur verið gagn­rýndur fyrir hegðun sína á hliðar­línunni í leikjum Arsenal, þar á meðal mót­mælum sínum í garð dómara­t­eymisins þegar á­kvarðanir falla ekki með Arsenal. Þá var hann sakaður um að hæðast að dómara leiksins 4-2 sigri Arsenal á Aston Villa.

Spán­verinn hefur verið sagður vera skömm fyrir Arsenal og þá hefur hann einnig verið kallaður trúður en Ally McCoist, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu sem og knattspyrnulýsandi,  telur hins vegar að hegðun Arteta sé að hjálpa Arsenal.

,,Ég sé ekki hvert vanda­málið er við þetta,“ sagði McCoist í við­tali hjá talk­SPORT. ,,Það eru margir sem hafa gagn­rýnt hann en ég sé ekki vanda­málið.

Hann er á­byggi­lega að gera þeta­viljandi. Ég tel að hann verði að skapa smá hama­gang svo stuðnings­mennirnir sjái hversu mikils virði þetta starf er honum.“

Þetta hafi meðal annars leitt til þess að Emira­tes leik­vangurinn, heima­völlur Arsenal, sé orðið að vígi.

,,Þetta er allt annar leik­vangur núna.“

Arsenal situr á toppi ensku úr­vals­deildarinnar sem stendur með nokkurra stiga for­skot á Manchester City sem situr í 2. sætinu. Arsenal mætir Leicester City á laugar­daginn kemur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool