fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Eign dagsins – Endurnýjuð útsýnisíbúð í hjarta borgarinnar

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. febrúar 2023 15:00

Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið endurnýjuð sjö herbergja íbúð á tveimur hæðum við Stangarholt er komin í sölu á fasteignavef DV. Íbúðin er í göngufæri við miðbæinn og helstu þjónustu: heilsugæslu, skóla, leikskóla, almenningssamgöngur, Klambratún, Öskjuhlíð, sundlaugar og fleira. Íbúðin er með virkilega fallegt útsýni af hæð og risi til Esju, Akrafjalls, Snæfellsjökuls og víðar. Húsið er teiknað af Bárði Ísleifssyni sem er meðal annars annar arkitekta Vesturbæjarlaugar.

Um er að ræða 115,1 fm eign.

Eignin skiptist í hol, hjónaherbergi, opið eldhús með borðstofu, baðherbergi og stofa á neðri hæð. Í risi eru fjögur herbergi, nokkuð rúmgóð með parketi á gólfi, góðum gluggum og er eitt herbergjanna inn af öðru. Nokkrar geymslur eru undir súð í herbergjum. Skv. FMR er risið skráð sem geymsla.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Þú getur lesið nánar um eignina og skoðað fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King