fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Þrír handteknir eftir rán í verslun – Veittist að starfsmanni bráðamóttöku

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 05:07

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 18.13 í gær var tilkynnt um rán í verslun í Hafnarfirði. Tveir aðilar fóru þar inn í verslun, veittust að starfsmanni og tóku síðan vörur ófrjálsri hendi. Þeir yfirgáfu síðan vettvanginn í bifreið. Lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar á Reykjanesbraut og handtók þrjá aðila sem voru í henni. Tveir þeirra voru vistaðir í fangageymslu.

Klukkan 17.57 var tilkynnt um aðila sem hafði veist að starfsmanni bráðamóttökunnar í Fossvogi og valdið skemmdur á innanstokksmunum sjúkrahússins. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Klukkan 00.57 voru ökumanni bifreiðar einnar gefin merki um að stöðva aksturinn þar sem aksturslagið var ansi rásandi þar sem hann ók í Ártúnsbrekku. Hann sinnti stöðvunarmerkjunum ekki og hófst því eftirför sem endaði í Árbæjarhverfi. Ökumaðurinn reyndist vera allsgáður. Aðspurður sagðist hann ekki hafa stöðva aksturinn því hann hefði ekki vitað að hann ætti að stöðva, þegar lögreglan gaf honum stöðvunarmerki, þar sem hann hefði ekki gert neitt af sér.

Tveir ökumenn voru handteknir í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis. Annar reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd