fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Óttast mikil áhrif verkfalls á ferðaþjónustuna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 09:00

Húsnæði Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að gríðarlega alvarleg staða sé í uppsiglingu varðandi yfirvofandi verkfall Eflingar. Hann segir að verkfall muni þýða skelfilega stöðu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Jóhannesi að Eflingarfólk hljóti að hugsa sig tvisvar um áður en það greiði atkvæði með verkfalli og kasti milljarðakjarabótum frá sér afturvirkt.

Stefán Ólafsson, starfsmaður Eflingar og fyrrum félagsfræðiprófessor, sagði að ef til verkfalls komi verði það alfarið löglegt. „Það er enginn að hugsa um allsherjarverkfall núna en það þarf ekki alltaf marga starfsmenn sem leggja niður vinnu til að áhrifin í samfélaginu geti orðið mjög mikil,“ sagði hann.

Eflingarfólk vinnur meðal annars við ræstingar, akstur af ýmsu tagi og uppskipun. Verkfall þess gæti einnig haft áhrif á olíuflutninga.

Jóhannes sagði að ferðaþjónustufyrirtækin séu nýkomin út úr heimsfaraldrinum sem hafi valdið þeim miklu tekjutap og eigið fé þeirra hafi brunnið upp. Verkföll munu að hans sögn ekki aðeins reynast ferðaþjónustufyrirtækjum dýr, heldur mun allt samfélagið verða fyrir gríðarlegu tjóni.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Í gær

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Í gær

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann

Kalla eftir aðgerðum í kjölfar frétta um danska sæðisgjafann
Fréttir
Í gær

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin

Konan sem ekið var á á Suðurlandsbraut er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands

Arnar Eggert segir fólki misboðið og bíður eftir dómínó-áhrifum af ákvörðun Íslands