fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Miðaldra konur og ungur karlmaður sem fengu þunga fangelsisdóma finnast ekki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. desember 2022 13:48

Oxycontin var á meðal fjölmargra lyfjategunda sem Ísak flutti til landsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar á þessu ári voru tvær konur og einn karlmaður dæmd í fangelsi fyrir stórfelldan innflutning á fíkniefnum. Konurnar eru fæddar árið 1978 og 1963 en karlmaðurinn er mun yngri, fæddur 1993. Hann var að auki sakfelldur fyrir peningaþvætti, þ.e. með því að hafa aflað sé fjárhagslegs ávinnings af sölu og dreifingu fíkniefna.

Landsréttur þyngdi dómana yfir fólkinu í október um hálft ár hvert og hlaut maðurinn 3 ára fangelsi en konurnar 2ja ára fangelsi hvor.

Fíkniefnin voru yfir 400 g af kristölluðu metam­feta­míni, 854 af OxyContin og mörg þúsund töflur af öðrum ávanabindandi lyfjum.

Kon­urn­ar fluttu fíkni­efn­in til lands­ins sem farþegar með flugi frá Póllandi í pakkn­ing­um sem þær földu í brjósta­höld­ur­um sín­um. Hér á Íslandi afhentu þær manninum efnin. Lögreglan fylgdist með ferðum kvennanna og kom því auðveldlega upp um þær og manninn. Er lögregla handtók manninn fundust efnin í bíl hans.

Konurnar tvær sátu mjög lengi í gæsluvarðhaldi vegna málsins eða frá því í október 2021 og þar til í byrjun ágúst á þessu ári en maðurinn sat inni í um hálfan mánuð í október.

Svo virðist sem fólkið sé horfið af landi brott, þó að ekki sé það staðfest, en sem fyrr segir hefur ekki tekist að birta því dóm Landsréttar sem féll 21. október síðastliðinn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot