fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Pressan

Vaknaði til lífsins í líkpoka fimm tímum eftir að hann var úrskurðaður látinn

Pressan
Þriðjudaginn 6. desember 2022 17:30

José Ribeiro

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

José Ribeiro, 62 ára gamall brasilískur karlmaður, var lagður inn á spítala febrúar síðastliðnum vegna krabbameins í tungu. Þann 29. nóvember síðastliðinn var hann svo úrskurðaður látinn af lækni á spítalanum. Í kjölfarið var Ribeiro settur í líkpoka og farið með hann í kæli í líkhúsinu. Fimm klukkustundum síðar var farið með hann á útfararstofu en þar tók árvökull starfsmaður eftir því að augu Ribeiro voru opin og að hann var að anda.

Brunað var með Ribeiro aftur upp á spítala en þar lést hann, í alvörunni í þetta skiptið, tveimur dögum síðar. Talið er að Ribeiro hafi dáið úr ofkælingu sökum þess að hann var í kælinum í líkhúsinu í fimm klukkustundir.

Fjölskylda Ribeiro er miður sín yfir andlátinu og furðar sig á því. „Það sem gerðist er ótrúlegt, bróðir minn var í fimm klukkustundir í plastpoka í kæli,“ segir systir hans um málið. „Þetta er hræðilegt og óásættanlegt.“

Lögreglan á svæðinu taldi í fyrstu að um slys væri að ræða en nú er þó annað uppi á teningnum. „Það að ofkæling sé orsök andlátsins eykur ábyrgðina á lækninum,“ segir í yfirlýsingu frá lögreglunni. Dr. Lucas Campos, lækninum sem úrskurðaði Ribeiro látinn, hefur verið vikið úr starfi samkvæmt Daily Mail. Þá segir einnig að nú sæti hann rannsókn vegna tilraunar til manndráps.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Í gær

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp

Héldu að hún hefði orðið raðmorðingja að bráð – Sannleikurinn leyndist í fataskáp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“
Pressan
Fyrir 3 dögum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum

40.000.000.000.000.000.000 – Þetta er fjöldi svarthola í alheiminum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja banna hótelum að neita börnum um gistingu

Vilja banna hótelum að neita börnum um gistingu