fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Tilkynnt um hóp manna með skotvopn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 04:54

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bar það helst til tíðinda að tilkynnt var um hóp mann sem væru að veifa skotvopni. Voru þeir í bifreið. Lögreglan stöðvaði akstur bifreiðarinnar skömmu síðar. Í henni voru fimm fullorðnir. Við leit í henni fundust fjórar leikfangabyssur sem lögreglan lagði hald á.

Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í verslun á Kjalarnesi. Þegar lögreglan kom á vettvang voru þjófarnir farnir af vettvangi. Þeir höfðu brotið tvær rúður og stolið tóbaki.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi var tilkynnt um innbrot í geymslu. Ekki er vitað hver var að verki eða hverju var stolið.

Einn var handtekinn eftir að hann var stöðvaður í akstri á stolnum bíl. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og var hann vistaður í fangageymslu.

Fimm ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku

Umferðarslys í Kömbunum – Kona flutt á bráðamóttöku
Fréttir
Í gær

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“

Geirfinnsmálið: Haukur sakar Soffíu um lygar – „Valtýr var mjög vandaður og ábyggilegur embættismaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra

Einar segir fólk hafi upplifað Kastljósviðtalið sem árás á hinsegin samfélagið – „Fautaskapur“ hjá Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“

Róbert segir lögregluaðgerðina á Siglufirði storm í vatnsglasi – „Bara nokkrir harðduglegir menn á fylleríi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“

Diljá Mist: „Þetta er ógnvænleg þróun og óásættanleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Siglufirði – Alblóðugur við Aðalgötu

Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitarinnar á Siglufirði – Alblóðugur við Aðalgötu