fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Reiði í garð lögreglunnar vegna meints hatursglæps á Hellu – „Óþolandi og með öllu ólíðandi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 16:36

Myndi er samsett. Mynd frá Hellu - Fréttablaðið - Gunnar Aron Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skjóli nætur aðfaranótt mánudags voru allir regnbogafánar skornir niður á Hellu og var íbúum þar nokkuð brugðið.

Fréttablaðið ræddi við oddvita sveitarstjórnar Rangárþings ytra, Eggert Val Guðmundsson, í dag og sagði hann málið hundleiðinlegt. Alls hafi verið skorið á níu regnbogafána, átta sem sveitarfélagið flaggaði og svo einn sem verslun á Hellu átti. „Þetta var skorið niður með hníf eða einhverju. Sumir fánarnir lágu á jörðinni, einn fannst í ruslatunnu í nágrenninu og ég veit ekki hvar tveir eru.“

Elín Jóhannsdóttir, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í samtali við Fréttablaðið að ekki væri um hatursglæpa að ræða heldur hrein og bein skemmdarverk.

„Þetta tengist fánunum ekki sem slíkum.“

Málið hefur vakið þó nokkra athygli. Þrátt fyrir að Elín hafi sagt ekki um hatursglæp að ræða eru netverjar þó margir á öðru máli.

Benda þar netverjar á að það hafi verið regnbogafánarnir – sem flaggað var í tilefni og til stuðnings við hinsegin samfélagið á Íslandi – sem voru skornir niður en ekki aðrir fánar.

Þingmaður Pírata, Gísli Ólafsson, telur ljóst að um hatursglæp sé að ræða og sé kominn tími til að lögreglan taki á slíkum málum af festu í stað þess að draga úr alvarleika þeirra.

Sema Erla Serdar, formaður Slaris– hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, segir viðvarandi þekkingarleysi innan lögreglunnar á hatursorðræðu og hatursglæpum sem sé ólíðandi fyrir þolendur og hreinlega orðið hættulegt. Hún segir að með því að afskrifa hatursglæpi – ítrekað – sé lögreglan að gera lítið úr ofbeldi gegn jaðarsettu fólki og senda þau skilaboð út í samfélagið að slík brot séu umborin. „Þið eigið að vernda okkur frá ofbeldi, ekki ýta undir það.“

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir,  kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, ritar á Facebook að bersýnilega tengist málið fánunum beint. „Ég skil ekki hvernig í ósköpunum er hægt að fá það út að þetta sé ekki hatursatvik. Það er nákvæmlega svona skilningsleysi lögreglu á haturstengdum glæpum sem er óþolandi.“

Hún fjallar einnig um málið á Twitter þar sem hún veltir því fyrir sér hvernig Elín aðalvarðstjóri fái það mögulega út að verknaðurinn beinist ekki að fánunum sem slíkum.

Andia Sophia Fontaine, gjaldkeri Trans Íslands, bendir á að lög um hatursglæpi séu aðeins jafn skilvirk og þau sem eigi að framfylgja þeim.

Viima Lampinen formaður Trans Íslands segir að stuldur og skemmdir á regnbogafánum séu hatursskilaboð. Annað hvort sé lögreglan að þykjast ekki sjá það eða séu óviljug til að viðurkenna hatursglæpi, sérstaklega hvað varði glæpi gegn hinsegin samfélaginu og trans fólki.

Og enn fleiri hafa brugðist við eins og sjá má dæmi um hér fyrir neðan:

Hatursglæpur hefur verið skilgreindur þannig að það sé verknaður sem brýtur í bága við almenn hegningarlög og er framinn af ásetningi sem byggist á fullu eða að hluta til á neikvæðum viðhorfum til brotaþola vegna til dæmis kynhneigðar eða kynvitundar viðkomandi.

Undanfarið hefur mikið verið rætt um bakslag sem komin er í baráttu hinsegin samfélagsins, bæði hérlendis sem og erlendis, og þá einkum hvað varðar réttindi trans fólks. Formaður Trans Íslands, Viima Lampenen sagði í viðtali við DV um helgina að hán hafi búist við þessu bakslagi í nokkurn tíma. Þá ræddi hán um Gleðigönguna og Hinsegin daga en tók fram að ekki væri yfir mörgu að gleðjast eins og ástandið væri í dag. „Við erum að fara aftur á bak, ekki áfram.“

Sjá einnig: Viima fékk nóg eftir hatursárás á gleðigönguna í Finnlandi – ,,Þetta er mjög íhaldssamt og heittrúað samfélag“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd