fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
433Sport

Íslendingaliðin í sérflokki í Noregi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 20:20

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru tveir Íslendingaslagir í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bodo/Glimt tók á móti Stromsgodset í öðrum þeirra. Alfons Sampsted lék allan leikinn með fyrrnefnda liðinu og það gerði Ari Leifsson einnig fyrir það síðarnefnda. Leiknum lauk 2-2.

Í hinum mættust Lilleström og Valarenga. Brynjar Ingi Bjarnason lék allan leikinn með Valarenga og kom Viðar Örn Kjartansson inn á sem varamaður þegar tæpur hálftími var eftir. Hólmbert Aron Friðjónsson lék síðustu mínútur leiksins með Lilleström sem vann 2-0 sigur.

Þá voru markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson og miðjumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson í byrjunarliði Viking sem gerði 1-1 jafntefli gegn Ham-Kam.

Lilleström er á toppi deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á undan Viking. Stromsgodset er í fjórða sæti með 14 stig, Bodo/Glimt í sjötta með 13 stig og loks er Valarenga í tíunda sæti með tíu stig.

Í úrvalsdeildinni kvennamegin voru Íslenskir leikmenn einnig í eldlínunni.

Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Brann í 2-0 sigri á Roa. Þá var Selma Sól Magnúsdóttir í byrjunarliði Rosenborg í 1-0 sigri gegn Lilleström. Loks lék Ingibjörg Sigurðardóttir allan leikinn með Valarenga í 1-4 sigri gegn Stabæk.

Brann er á toppi deildarinnar með 31 stig, Valarenga er í öðru með 28 stig og Rosenborg í því þriðja með 25 stig. Það má því segja að Íslendingaliðin í deildinni séu í sérflokki en 10 stig munar á Rosenborg og liðinu í fjórða sæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd

Margir stuðningsmenn United fengu áfall þegar nýr markvörður liðsins birti þessa mynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“

„Ef við erum ekki allir klárir geta þeir refsað“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt

Íþróttavikan að fara af stað á ný með pompi og prakt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki

Myndasyrpa af æfingu landsliðsins í Laugardalnum – Arnar að undirbúa mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp

Gleymdi að skrifa undir mikilvæg gögn – Starfsmaður hljóp til að láta dæmið ganga upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Guehi harðneitaði að skrifa undir

Guehi harðneitaði að skrifa undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“

Gísli lét höggið í vor ekki á sig fá – „Nú er ég ekki einu sinni að pæla í þessu“
433Sport
Í gær

KSÍ í þjálfaraleit

KSÍ í þjálfaraleit
433Sport
Í gær

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt

Mikil sorg ríkir eftir að fjölskyldufaðir lést við líkamsrækt